is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31584

Titill: 
 • "Kennarinn stjórnar hér í leikskólanum af því hann er stærstur" : upplifun leikskólabarna af lýðræðislegri þátttöku þeirra í hópastarfi
 • Titill er á ensku The teacher is in charge here in the preschool because he is the biggest
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn hafði það að markmiði að varpa ljósi á upplifun fjögurra-fimm ára barna á lýðræðislegri þátttöku þeirra í hópastarfi í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur með verkefninu er að auka skilning á mikilvægi þess að börn fái að tjá sig um málefni sem varða þau í daglegu leikskólastarfi. Skoðað var hver tilgangur hópastarfsins var og hvert væri hlutverk kennarans að mati barnanna og einnig hvernig börnin myndu vilja hafa hópastarfið. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins tengist rannsóknum á þátttöku barna og því að þau fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Komið er inn á hugmyndir fræðimanna um lýðræði og þátttöku barna í tengslum við síðtímahugmyndir um nám. Samkvæmt þeim eru börn sérfræðingar í eigin lífi og fullfær um að koma sínum viðhorfum á framfæri. Þau eiga jafnframt rétt á að vera virkir þátttakendur í lýðræðis samfélagi.
  Rannsóknin var eigindleg þar sem gagna var aflað með vettvangsathugun og rýnihópaviðtölum við börnin. Rýnt var í vettvangsnótur og teikningar barnanna í tengslum við hópastarfið. Ásamt því að greina og skoða það sem kom fram í viðtölunum við börnin þar sem þau koma á framfæri sínum viðhorfum til hópastarfsins.
  Helstu niðurstöður benda til þess börnin upplifi hópastarfið sem vettvang þar sem þau eru að æfa ákveðna færni með því að vinna að ýmsum verkefnum. Þeirra upplifun er að leikskólakennarinn stjórni og að hann ráði að mestu þeim viðfangsefnum sem boðið er upp á í hópastarfstímum. Það sem hægt er að lesa úr vettvangsathugunum og viðtölum er að börnunum langi að hafa meira um það að segja hvað þau taka sér fyrir hendur í hópastarfi leikskólans. Niðurstöðurnar sýna einnig að það er mikilvægt að gefa börnum tækifæri til að tjá sig um það sem fer fram í daglegu starfi leikskólans. Það gefur kennurum færi á að rýna í skipulag og viðfangsefni hópastarfs leikskólans með það að leiðarljósi að hlusta eftir sjónarmiðum barna og til að koma til móts við þau í verkefnum hópastarfsins.

 • Útdráttur er á ensku

  This study aims to shed light on the experience of children aged 4-5 of their democratic participation in group work at one preschool in the greater capital area. The purpose of the project is to increase understanding of the importance of giving children the chance to
  express themselves about issues pertaining to daily activitiesat in preschool. The purpose of the activities was examined how the children perceive the role of the teacher and what the children would like to do in the group work. The academic background of the project is based on research on participation by children and how they manage to bring their
  perspectives to the forefront. The ideas of academics on democracy and participation by children in connection with postmodernism are touched on. According to these, children are experts in their own lives and are fully capable of presenting their viewpoints. At the same time, they have the right to be active participants in a democratic society.
  The current study is qualitative, whereby data was gathered by on-site observations and focus-group discussions with the children. On-site notes and drawings by the children were examined in relation to the group work, and the attitudes towards group work presented by the children were analysed and examined.
  The main results indicate that the children experience the group work as an area in which they are practising particular skills by working on various tasks. They experience i the teacher as being in control and mostly responsible for deciding what topics are offered in the group work activities. From examining the on-site investigations and discussions, it can be inferred that the children want to have more to say in what they do in group activities at the preschool. The results also show the importance of giving children the opportunity to express themselves in what goes on in the daily activities at the preschool. This gives teachers a chance to focus on the organization and topics of group work at the preschool, bearing in mind that the viewpoints of children are heard and taken to consideration in group-work tasks.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóranna Sigurbjörg Sverrisdóttir - skjal-2.pdf889.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf447.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF