Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31587
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða hlutverki líkamsútlit gegnir í hugmyndum ungra kvenna um ástarsambönd. Það sjónarhorn sem ég legg til grundvallar í rannsókninni er femíniskur póststrúktúralismi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem kallast sögulokaaðferðin (e. story completion). Með sögulokaaðferðinni er búið til upphaf sögu sem þátttakendur eiga að ljúka. Sögurnar sem þátttakendur skrifa eru því rannsóknargögnin sem rannsakandinn greinir. Upphafið af sögunni var um konu sem er að undirbúa sig fyrir stefnumót þegar hún tekur eftir að hún hefur annað hvort grennst eða bætt á sig (samanburðarsnið). Alls tóku 81 konur þátt, þar af voru 72 sögur greindar.
Í sögum þátttakenda voru póstfemíniskar hugmyndir og nýfrjálshyggju orðræður gríðarlega áberandi í hugmyndum þeirra um kvenleika. Niðurstöður bentu til þess að útlitið er mjög mikilvægt í hugmyndum ungra kvenna um ástarsambönd. Kom það helst fram í sjálfseftirlitinu og kvíðanum sem sögupersónan upplifði í tengslum við líkama sinn, óháð því hvort hún hafði grennst eða bætt á sig. Þegar sögupersónan hafði bætt á sig einkenndust margar sögur af líkamsskömm og jafnvel andstyggð gagnvart líkamanum. Þegar sögupersónan grenntist einkenndust sögurnar af gleði og aukinni eftirvænting fyrir stefnumótinu en einnig ótta við eftirlit annarra gagnvart líkama sínum og vonleysi þegar hún áttaði sig á því að sama hversu mikið hún grennist þá er það aldrei nóg. Aftur á móti var andóf gagnvart ríkjandi útlitsvæntingum áberandi þema þegar sögupersónan hafði bætt á sig og virtist vera meira rými fyrir hana að taka sig í sátt þegar hún hafði bætt á sig.
Rannsóknin veitir innsýn í hugmyndir ungra kvenna um mikilvægi líkamsútlits og varpar einnig ljósi á notagildi sögulokaaðferðinnar sem er lítt notuð rannsóknaraðferð. Mun þessi rannsókn því vera gott innlegg í umfjöllun um eigindlegar rannsóknaraðferðir.
This research adopts a feminist, post-structuralist framework to explore what role body size plays in young women‘s constructions of romantic relationships. When using story completion, the researcher designs a story stem that the participants are asked to complete. Thus, the stories the participants write are the research data. In this research the story stem was about a woman, Ásdís, who was preparing for a date when she realizes she has either lost weight or gained weight (comparative design). 81 women participated in the research, thereof 72 stories were analysed using thematic analysis.
The results showed that postfeminist ideologies and neoliberal discourses were dominant in young women’s construction of femininities. The stories revealed how important appearance is in young women ́s construction of romantic relationships. This was most evident in the self-surveillance and anxiety Ásdís experienced towards her body, regardless of her body size. Body shame and even disgust towards the body were dominant reactions when Ásdís had gained weight. When she lost weight, the stories expressed joy and increased excitement for the date but also hopelessness because no matter how much she changed her appearance, it was never enough. On the other hand, resistance towards dominant beauty standards was prominent when Ásdís had gained weight. It seemed that there was more room for Ásdís to accept her body when she had gained weight.
This research gives insight into young women’s ideas about the importance of appearance and their troubled relationship with their bodies. It also highlights the usefulness of story completion as a research method.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hugmyndir ungra kvenna (18-23 ára) um hlutverk líkamsútlits innan stefnumótamenningar .pdf | 648.79 kB | Lokaður til...01.01.2088 | Heildartexti | ||
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_SólveigSigurðardóttir.pdf | 237.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Sólveig Sigurðardóttir.pdf | 171.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |