is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31588

Titill: 
 • Æfingin skapar meistarann : þjálfunarefni í lesfimi
 • Titill er á ensku Practice makes perfect : fluency training material
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áhugi minn á að búa til spjöld til þjálfunar í lestri kviknaði eftir að hafa í gegnum tíðina átt samræður við aðra kennara um gagnsemi gömlu mínútuspjaldanna sem Ríkisútgáfa námsbóka gaf út fyrir miðja síðustu öld. Form þeirra hefur reynst vel til þjálfunar á leshraða og lesfimi þar sem þeir innihalda stutta texta sem lesinn er endurtekið en efni þeirra er nú orðið fjarri veruleika barna í dag.
  Markmið mitt með gerð þessara spjalda er fyrst og fremst að gera áhugaverð, skemmtileg og gagnleg spjöld sem þjálfa lesfimi nemenda á mið- og unglingastigi. Efni þeirra var valið með það í huga að reyna að höfða til áhugasviðs nemenda með fjölbreyttum flokkum fróðlegra texta. Hægt er að nota spjöldin til að auka leshraða nemenda með því að lesa þau endurtekið og skrá tímann niður eftir hvern lestur. Spurningar sem reyna á lesskilning fylgja hverju spjaldi og því þjálfast sá hluti lesfiminnar einnig. Spjöldin henta líka vel til upplesturs þar sem á þeim er áhugaverður og fræðilegur texti sem gott er að nota til að æfa nemendur í að lesa skýrt og í merkingarbærum hendingum sem einnig leiðir til betri skilnings á lesefninu.
  Við gerð spjaldanna beindi ég sjónum að fræðilegum undirstöðuþáttum lesturs, læsi og lesfimi. Tengsl máls og læsis, lestrarerfiðleikar, umskráning, hljóðkerfisúrvinnsla og hlutverk minnisþátta, lesfimi og lesskilningur eru allt mikilvægir þættir og auk þess skoða ég áhrif endurtekins lesturs á lesfimi og ný lesfimipróf og hraðaviðmið Menntamálastofnunar í lestri.
  Athugun var gerð á virkni lesfimispjaldanna og til þess fenginn einn 7. bekkur, alls 21 nemandi. Leshraði þeirra var mældur með prófi Menntamálastofnunar í september 2017 og strax að lokinni íhlutun í nóvember 2017. Nemendur voru svo aftur prófaðir í janúar og maí 2018 og niðurstöður september- og janúarprófsins bornar saman við meðaltal árgangsins á landsvísu. Einnig var viðhorf nemenda til lesturs spjaldanna og lestrargetu sinnar kannað með sex stuttum einstaklingsviðtölum auk viðtals við kennara nemenda um hans viðhorf til lesfimispjaldanna og átaksins.
  Niðurstöður sýndu fram á að nemendurnir sem notuðu lesfimispjöldin bættu sig að meðaltali meira en aðrir nemendur í sama árgangi sem tóku sama próf. Auk þess kom jákvætt viðhorf í garð lesfimispjaldanna og átaksins í heild fram í viðtölum við nemendur og kennara þeirra. Nemendum fannst gaman að breyta til í lestrarþjálfuninni, voru sáttir við spjöldin og höfðu á tilfinningunni að þeim gengi betur að lesa að loknu átakinu.

 • Útdráttur er á ensku

  My interest in making fluency training material started after repeated converstions with other teachers about how useful the old Minute Cards, that were made in the first half of last century, were. The format of the cards, cards with short texts has proven to be useful for training reading rate and fluency. However the content of these cards is now far away from today´s children and teenage reality.
  My goal by creating these fluency cards is to make interesting and useful material to train reading fluency for students in 5th to 10th grade. The material was selected with this in mind to try to appeal to students´ interest with diverse catagories of informative passages. The cards can be used to increase students reading rate by repeated reading and time taking. Questions that test reading comprehension are on each card so that part of the reading fluency will be trained as well. The fluency cards can also be used for oral reading and therefor the prosody part of reading fluency can also be trained. Furthermore this interesting and informative content is also beneficial because good reading fluency consists of people reading in meaningful phrasing that will help them get a better comprehension of the material.
  When working on this material I researched the academic grounding of reading, literacy and reading fluency. The connections between speech and literacy, reading difficulties, decoding, phonological processing and memory are all important factors as well as repeated reading and new reading assessment device from Menntamálastofnun.
  A pilot test was completed to see how the fluency cards worked and a class og 21 7th grade students participated. Their reading rate was measured with a test in September 2017, before the intervantion started. The same test was repeated in November of the same year, right after the intervention. In january they were tested once again and the results from September and January were compared to national average. Students attitude to the fluency cards and their reading ability was checked by individual interviews with six of the students as well as with their teacher to hear his view on the reading fluency cards and the intervention.
  Results showed that average improvement for these students were higher than the national average. A positive attitude towards the fluency cards and the pilot test on the whole was shown from both students and teacher. The students liked doing something different and working with the cards, the results being that they had a feeling their reading had improved.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur_Guðmundsdóttir.pdf654.76 kBLokaður til...20.10.2037GreinargerðPDF
Unnur_Guðmundsdóttir2.pdf917.31 kBLokaður til...20.10.2037LesfimispjöldPDF
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Unnur Gudmundsdottir.pdf1.29 MBLokaðurYfirlýsingPDF