is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31589

Titill: 
 • Víðtækur lestur í dönskukennslu í 7. – 10. bekk á Íslandi
 • Titill er á ensku Extensive reading in Danish language teaching in 7th – 10th grade in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa rannsóknar er að veita innsýn í kennslu víðtæks lesturs í dönsku í 7. –10. bekk á Íslandi. Áherslur hennar eru því á hvaða kennsluaðferðum dönskukennarar beita í kennslu af þessu tagi og hvernig nemendur vinna úr lesefninu. Mikilvægt er að fá innsýn í þessa tegund kennslu þar sem lestur og lesskilningur er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að því að tileinka sér erlent tungumál. Það að nemendur lesi bækur eða texta er þó ekki nóg, heldur þarf að veita þeim rétta hvatningu og vekja áhuga þeirra á því sem lesið er. Til þess þurfa kennarar að beita réttum kennsluaðferðum og nálgunum.
  Til að fá innsýn í kennsluna var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt þar sem gagnasöfnun fór fram með viðtölum við fimm dönskukennara, tvo af höfuðborgarsvæðinu og þrjá af landsbyggðinni. Eftir greiningu gagnanna kom í ljós að nemendur í dönsku lesa almennt ekki mikið af bókmenntum nema í einstaka tilfellum í 10. bekk. Í sumum skólum lesa nemendur þó smásögur en mestmegnis lesa þeir blaða- eða tímaritsgreinar á netinu sem tengjast áhuga eða reynsluheimi þeirra. Vinna þeir úr þeim í litlum hópum eða pörum en flestir kennaranna reyna að tengja lesturinn við áhuga og reynsluheim nemenda og hvetja þá þannig til lesturs. Í niðurstöðum gagnanna kemur einnig fram gagnrýni á hæfniviðmið aðalnámskrár en sömu hæfniviðmið eru í lesskilningi fyrir bæði ensku og dönsku, þrátt fyrir það að nemendur hefji nám síðar í dönsku.
  Þar sem kennsla víðtæks lesturs í dönsku í 7. –10. bekk hefur ekki verið skoðuð hér á landi er mikilvægt að fá innsýn í það hvernig hún fer fram og er þessari ritgerð ætlað að varpa ljósi á þau mál. Ásamt því getur þessi rannsókn veitt öðrum dönskukennurum hugmyndir eða innblástur að kennsluaðferðum og nálgunum varðandi víðtækan lestur. Það að nemendur lesi bókmenntir og lengri texta á dönsku gefur þeim einnig innsýn í menningu og samfélag Norðurlandaþjóðanna og er liður í því að styrkja og viðhalda því góða samstarfi og tengslum sem við eigum við þau. Þessi tengsl eru okkur mikilvæg bæði varðandi aðgang að menntun og mörkuðum, bæði nú og í framtíðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research is to give an insight into how extensive reading is being taught in Danish language teaching in 7th – 10th grade in Iceland. The focus will, therefore, be on what kind of teaching methods the Danish teachers are using and how their students work with what they read. It’s important to get an insight into this type of teaching because reading and reading comprehension is one of the most important factors when it comes to learning a new language. Still, it isn’t enough that students read their books or texts. Teachers must also be able to motivate their students to read and make reading interesting for them and to do so teachers need to use the correct teaching methods.
  To get an insight into this kind of teaching a qualitative research method was used where data was collected by interviewing five Danish language teachers, two from the Greater Reykjavík area and three from the countryside. After analysing all the data from the interviews, the results indicate that students in Danish in elementary school are not reading many books except in a few cases in the 10th grade. In some schools, the students read short stories, but in general, they read articles from online newspapers or magazines that interest them or relate to their daily life. While doing so the students usually read in groups or pairs, but most of the teachers try to find material that is interesting to their students or they can relate to. By doing so they are motivating their students to read. The results also indicate that there is much criticism on the national curriculum’s levels of knowledge for foreign languages, but they are the same when it comes to reading comprehension in both English and Danish, even though students begin later to learn Danish.
  The fact that extensive reading in Danish language teaching in 7th – 10th grade has not been researched in Iceland, makes it important to get some insight into how it is implemented but the purpose of this research is to do so. This research can also give other Danish language teachers an idea or inspiration when it comes to teaching methods when teaching extensive reading. By letting students read Danish literature or texts they are given an insight into the culture and society of the Nordic countries which is a part of keeping the valuable connections and cooperation we have with those countries. Something that is very important for us when it comes to getting access to education and other markets, both now and in the future.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Einar Daði Gunnarsson.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf223.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF