is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31590

Titill: 
 • Starfsþróun í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum : þarfir og væntingar starfsfólks um ráðgjöf og stuðning í starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var leitað svara við spurningunni hvers konar ráðgjöf og stuðning starfsfólk þeirra sjö leikskóla sem eru á norðanverðum Vestfjörðum þarf til að stuðla að starfsþróun í leikskólunum.
  Gögn rannsóknarinnar byggjast annars vegar á stefnum um starfsþróun í hverjum leikskóla fyrir sig og opinberum gögnum um eða frá skólunum. Hins vegar er byggt á einstaklingsviðtölum við fjóra hópa starfsfólks í leikskólunum sem snerust um hvernig starfsfólk leikskólanna skilur hugtakið starfsþróun, hvernig starfsþróun og endurmenntun kennara og annars starfsfólks á leikskólunum hefur verið háttað og hvernig megi forgangsraða verkefnum er lúta að starfsþróun einstakra leikskóla og/eða starfsmannahópa sem í skólunum starfa.
  Niðurstöður benda til að starfinu sé víða þröngur stakkur búinn, bæði er varðar fjölda leikskólakennara sem hafa sérþekkingu á þessu starfssviði en einnig fjármagni, tíma og svigrúmi sem ætlað er til starfsþróunar þeirra sem í skólunum starfa. Leikskólarnir eru ýmist sjálfstæðir leikskólar eða hluti af sameinuðum leik-, grunn- og tónlistarskóla og kjarasamningar fjölbreytts starfshóps sem í skólunum starfar um margt ólíkir. Margt virðist vel gert og viðmælendur í þessari rannsókn eru ánægðir með. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem hafa má í huga við frekari rannsóknir og endurskoðun skipulags á starfsþróun í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum. Áríðandi virðist að skoða hvort viðsemjendur starfsfólks í leikskólum þurfi ekki að taka betur höndum saman og ákveða hvar eigi að forgangsraða í starfsþróun starfsfólksins og gefa síðan þessum forgangsverkefnum bæði tíma og svigrúm, en ekki síst fjármagn svo stefnan verði að raunveruleika í starfi skólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to examine what kind of advice and support the staff of the seven preschools located in the northwest part of Westfjords in Iceland need for their professional development. The data in this study is based on policies on professional development in each preschool and official data about or from the schools. Also, the data includes individual interviews with four groups of employees regarding how their understand the concept of professional development, how professional development and continuous education of teachers and other employees at preschools has been conducted, and what to prioritise in relation to the planning of professional developement within individual preschools and/or groups of employees.
  The results indicate that the practise of these preschools is strained in terms of the number of preschool teachers who have the expertise within the field, but also of the resources, time and space intended for professional development of those working in the schools. The preschools are either independent institutions or a part of a collective unit including pre-, compulsory and music school, which have different salary contracts for a diverse group of employees. At one hand, many signs of good work were revealed and the interviewees were content with the work within their schools. However, the results provide indications that can be of use in further research and revisions of the professional development policies in the preschools in the northwest part of the Westfjords. It seems urgent to examine whether those who make salary contracts for the staff in the preschools don‘t need to be better coordinated and decide where to prioritise in staff professional development and then give these priorities time, place and necessary resources for the policy to become realised in the work of the schools.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa María Thompson.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing MEd-verkefni (Elsa María Thompson).pdf964.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF