Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31593
Markmiðið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á kulnun íslenskra kennara og brotthvarf þeirra úr kennslu, hvaða bjargir þeir hafa og hvernig þáttur skólastjórnenda og yfirvalda birtist þeim. Skortur á grunnskólakennurum er yfirvofandi á Íslandi og nýliðun er lítil í stéttinni. Rannsóknarspurningin er: Hvaða þættir eru það sem kennarar telja að einkum hafi áhrif á kulnun og brotthvarf úr starfi? Undirspurningarnar þrjár fjalla um áhrif starfsumhverfis, samskipta og þátt stjórnenda og yfirvalda á líðan kennara, og hvaða bjargir eru tiltækar. Rannsóknin var eigindleg tilfellarannsókn og notað var tilgangsúrtak sem féll vel að markmiðum rannsóknarspurningarinnar. Tekið var viðtal í janúar 2018 við tvo rýnihópa, fjóra grunnskólakennara af landsbyggðinni og þrjá af höfuðborgar¬svæðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að álag á kennara sé mikið. Viðmælendur segjast upplifa mikla þreytu í starfi og bjargir séu fáar. Tíminn sé of skipulagður og rúmi ekki öll þau verkefni sem þeim sé ætlað að sinna. Stjórnun skóla sé veik og skólastjórnendur fylgi málum ekki eftir. Aukinheldur kemur í ljós að hin mikla tíma-og verkefnastjórnun yfirvalda stendur í veginum fyrir þeim bjargráðum sem í boði eru. Kennarar virðast fastir í sektarkenndargildrum og til að losna þaðan þurfa þeir rými til faglegs samstarfs þar sem þeir efla fagmennsku sína og marka sér siðferðileg og tilfinningaleg gildi til að takast á við þær áskorarnir sem mæta þeim í starfi. Rannsóknirnar sem hér er fjallað um sýna að slíkt leiðir til jákvæðrar þróunar skólastarfs og aukins árangurs nemenda. Þessi ritgerð er ný viðbót við eldri rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi um svipað efni og staðfestir að flestu leyti þær niðurstöður. Hér eru að auki kynntar bjargir sem kennurum standa til boða, leiðir til úrbóta sem hvaða skóli sem er getur nýtt sér
The aim of this thesis is to illuminate the issues that have caused burn-out and made teachers in Iceland leave their positions. In order to understand the underlying causes, the role of the principal and school authorities are examined as well as what, if anything, can be done to reverse the situation. There is severe shortage of teachers in Iceland. Only a few new teachers graduate each year which means that positions will not be filled with qualified teachers. The main research question is: Which issues do teachers mention as the main cause of their burn-out and of leaving their position? The three supporting questions address the impact of the work environment, the collegiality and the role of the principal and other authorities regarding teachers well-being, as well as the coping mechanisms available. The qualitative case study, includes interviews with seven elementary school teachers in January 2018; four of them from rural Iceland and three from the capital area (purposive sampling).
The research concludes that teachers are under major pressure. The interviewees express work-related exhaustion and that they have no tools for coping. Their schedule is too tight which makes it impossible to finalize the huge number of tasks handed over by their supervisors. The school leaders are weak and do not follow up on cases. The tendency of the authorities to impose tasks and time management on teachers makes it impossible for them to find a way out of the guilt traps. Teachers seem to be trapped by guilt, and their only way out is through professional collaboration, where they can strengthen their professionality, reinforce their inner authority and values in order to meet the daily challenges of their work. It would also lead to positive development of the school itself and better results of the students, as shown by the literature surveyed in this thesis. The conclusion of this thesis harmonizes with recent, local studies. In addition, it introduces guidance for guilt-trapped teachers, that any learning community can embrace.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
jona_karolina_karlsdottir_PROD_11mai18, 2.pdf | 1.71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
jóna karólína.pdf | 62.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |