is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31595

Titill: 
  • Töfrandi tungumál : starfendarannsókn í fjölmenningarlegum leikskóla
  • Titill er á ensku Magical languages : action research in a multicultural preschool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er greint frá starfendarannsókn um þróunarverkefnið Töfrandi tungumál sem fór fram í fjölmenningarlegum leikskóla á þremur starfsstöðvum í Reykjavík. Verkefnið felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically appropriate practice) í stefnu og starf leikskólans. LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna séu hluti af skólastarfinu og er aðferðin þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera heimamál barnanna hluta af starfi leikskólans og sýnileg í umhverfi hans. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvaða leiðir nýti ég til þess að vinna með starfsfólki leikskólans í að hlúa að heimamálum barnanna í leikskólastarfinu? Undirspurningar mínar voru: Hvaða verkefni tengd heimamálum barnanna urðu til í ferlinu? Hvernig þróaðist áhugi barna, foreldra og kennara þegar heimamál barnanna urðu hluti af starfinu og hvernig áhrif hafði það á sjálfsmynd barnanna? Hvaða áskorunum stóð ég frammi fyrir? Gögnin í rannsókninni voru vettvangsnótur, rannsóknardagbók og skráning á umræðum og samtölum við samstarfsfólk, stjórnendur, teymi, foreldra og börn. Þær leiðir sem ég nýtti til þess að hlúa að heimamálum barnanna voru meðal annars að taka fyrir eitt tungumál í hverri viku, ræða um tungumálið, læra nokkur orð á því, bjóða foreldrum sem töluðu viðkomandi tungumál að koma og lesa eða syngja fyrir börnin og merkja umhverfið á því tungumáli. Aðaláskoranir verkefnisins voru tungumálavinna með yngstu börnunum, að halda verkefninu gangandi í amstri dagsins og einnig að miðla hugmyndafræðinni til nýs starfsfólks. Kennarar og foreldrar töluðu um jákvæð áhrif af verkefninu og aukið sjálfstraust barna þegar þeirra tungumál var tekið fyrir. Einnig urðum við vör við aukinn áhuga og meðvitund barnanna á tungumálum almennt.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is an action research on the pilot project Magical Languages and took place in an intercultural preschool located in three buildings in Reykjavík. The project involves application of the teaching method LAP (Linguistically Appropriate Practice) in the policy and activities of the preschool. LAP is a teaching method developed by Roma Chumac-Horbatsch in Canada that aims to include families’ home languages within preschool activities. The aim of this research is to make the children’s home languages a regular part of the school environment and activities. My main research question was: What methods do I use to work with teachers at the school in order to include the children’s home languages within preschool activities? My sub-questions were: What projects related to the children’s home languages were created in the process? How did the interest of the children, parents and teachers develop when the children’s languages became a part of the preschool activities and how did that affect the children’s sense of identity? What challenges did I come across? The data for the research included field notes, research diary and documentation of discussions and conversations with fellow teachers, leaders, team, parents and children. The main method I used in order to include the children’s home languages was to focus on one language each week, talk about the language, learn a few words, invite parents who spoke that language to come and read or sing to the children as well as labelling the surroundings with that language. The main challenges of the project were to include various languages into our work with the youngest children, to keep the project going during busy everyday school life, and to share the project’s conceptual framework with new staff members. Teachers and parents talked about positive effects of the project and noticed children’s increased self-confidence when their own language was introduced into the school. We also recorded a general increase in the children’s awareness of and interest in other languages.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga Stephensen - lokaeintak lagfært.pdf15.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (002).pdf207.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF