is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31596

Titill: 
 • Með hjartað á réttum stað : börn og mannréttindi : starfendarannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem gerð var á tímabilinu frá ágúst 2015 til maí 2016. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig ég sem kennari gæti eflt áhuga nemenda miðstigs á mannréttindum. Einnig leitaðist ég við að komast að því hvaða kennsluaðferðir höfða best til nemenda og eru til þess fallnar að virkja og efla áhuga þeirra á mannréttindum. Þannig gæti ég aflað upplýsinga sem myndu nýtast mér til að bæta og þróa kennslu mína og þar með hjálpað nemendum að ná þeim námsárangri sem stefnt er að.
  Þau gögn sem ég notaði í rannsókninni voru námsverkefni nemenda og hljóðupptökur úr kennslustundum sem gáfu mér góða innsýn í hugarheim nemenda og hvað vakti áhuga þeirra. Ég skrifaði rannsóknardagbók sem hjálpaði mér að greina betur hugsanir mínar og ígrundanir hverju sinni. Ég var með samstarfsaðila innan skólans, rannsóknarvin, sem veitti mér gagnrýna endurgjöf.
  Ég flokka niðurstöður rannsóknar minnar í notkun mína á umræðuforminu sem kennsluaðferð til að ýta undir virkni og gagnrýna hugsun nemenda, mikilvægi samvinnu og samkenndar, sem gerir nemendum betur kleift að setja sig í spor annarra. Umræðuformið hentaði vel til þess að efla vitund nemenda um mikilvægi mannréttinda.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með því að beita markvissum kennsluaðferðum þá er hægt að virkja og efla áhuga nemenda á mannréttindum. Námsverkefnin sýndu að nemendur hafa áhuga á mannréttindum og hafa töluvert um þau að segja. Ég sem kennari er sannfærðari um að mannréttindi eigi fullt erindi inn í skólana og að slík fræðsla geri nemendur að meðvitaðri og upplýstari samfélagsþegnum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses an action research conducted during the period of August 2015 through to May 2016. The purpose of the research was to investigate how I, as a teacher, could promote interest in Human Rights among middle school students. Additionally, I sought to discover what teaching methods appeal to students and are best suited to engage and promote their interest in Human Rights. This would provide me with information useful to improve and develop my own teaching methods and assist students in obtaining the school achievements they aim for.
  The data-collection I used in this research included student
  projects and classroom sound recordings – which gave me an insight into the mind-set of the students and the things that motivate their interest. I also wrote a research journal that helped me to better analyse my thoughts and contemplations. A colleague of mine within the same school was my critical friend or learning partner and gave me useful critical feedback.
  I categorize my research results into several sections, i.e. my use of the discussion format as a teaching method to promote active and critical thinking in students, the importance of cooperation and the importance of empathy – being aware of and sharing other people‘s experiences. The discussion method turned out to be well suited to promoting student awareness of the importance of Human Rights.
  The main results of this research indicate that the use of effective teaching methods can engage and promote students´ interest in Human Rights. The student‘s projects clearly showed that they are interested in Human Rights and have strong opinions on it. As a teacher, I am now even more convinced than before of the importance of Human Rights as part of the curriculum within our school system and that the education of students in this subject will result in more aware and better informed members of society.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Lokaskil-Vor 2018-Kristrún M. Heiðberg _(1_)).pdf6.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-pdf.pdf495.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF