is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31598

Titill: 
  • „Í smæðinni liggja tækifæri“ : starfsþróun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum
  • Titill er á ensku Opportunities lie in the small numbers : professional development primary and elementary school teachers in the capital area and in the Westfjords
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á tímum tækniframfara og hraðra samfélagslegra breytinga skiptir máli að starfsþróun á vinnumarkaðinum haldi í við breytingarnar. Grunnskólakennarar eru ekki undanskildir í þessari umræðu en miklar breytingar hafa orðið á íslensku menntakerfi á síðustu 20 árum. Þær breytingar hafa lagt ríka ábyrgð á herðar stéttarinnar að þróast í takt við þær enda hafa kennarar þá kjarasamningsbundnu skyldu að sinna starfsþróun og efla hæfni sína til starfa. Kennurum er gert að uppfylla ákveðnar klukkustundir á ári, þar sem vinnuveitandi viðurkennir ríka þörf á starfsþróun stéttarinnar. Starfsþróunin er tvíþætt, annars vegar sú starfsþróun sem skólastjóri telur mikilvæga fyrir skólann og hins vegar sú starfsþróun sem kennari telur mikilvæga til að auka faglega vitund og hæfni til starfa.
    Markmið rannsóknar þessarar var að skoða hug grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum til starfsþróunar og líta sérstaklega til þess hvort grunnskólakennarar á Vestfjörðum hafi jafnt aðgengi að starfsþróunartækifærum. Rannsóknin er eigindleg og voru rýnihópasamtöl tekin haustið 2017 við 26 grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og á norðanverðum Vestfjörðum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að grunnskólakennarar telji starfsþróun nauðsynlega til að þróast í starfi og efla fagmennsku sína. Þeir vilja hafa meira um starfsþróun sína að segja, hafa val um starfsþróunarleiðir og sjá starfsþróun á öðrum tímum skólaársins en nú er. Ákveðins ójafnræðis gætir á milli kennara á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum hvað varðar aðgang að starfsþróunartækifærum og nýta kennarar á Vestfjörðum talsverða fjármuni úr Vonarsjóði í endurgreiðslu á ferðakostnaði.

Samþykkt: 
  • 10.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagny_Kristinsdottir_MS_Forysta_lok.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna