is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31599

Titill: 
  • Jákvætt viðhorf og góðir verkferlar : áhrifavaldar á niðurstöður nemenda á samræmdum könnunarprófum í 4. bekk
  • Titill er á ensku Positive perspective and good procedures : influential in student results in 4th grade of the Icelandic National Examinations
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólar eru oft metnir út frá niðurstöðum á samræmdum könnunarprófum og þeir sem koma vel út njóta oft meiri virðingar en aðrir. Markmið rannsóknarinnar var að skoða að hvaða leyti viðhorf umsjónarkennara og skólastjóra til samræmdra könnunarprófa í 4. bekk og skipulag í kringum prófin geti haft áhrif á niðurstöður nemenda. Hingað til hefur ekki verið kannað hvernig skólar undirbúa nemendur undir þessi könnunarpróf og hver viðhorf skólastjóra og umsjónarkennara eru til prófanna. Því var athyglisvert að rannsaka skipulag og viðhorf skólanna.
    Valdir voru fjórir skólar til þátttöku í rannsókninni, tveir sem eru að jafnaði að ná viðmiðum Menntamálastofnunar á samræmdum könnunarprófum í 4. bekk og tveir sem hafa að jafnaði ekki náð þeim. Viðtöl voru tekin við átta einstaklinga, skólastjóra og umsjónarkennara í hverjum skóla.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna mun á milli skólanna sem tóku þátt í rannsókninni. Skólastjórar og umsjónarkennarar þeirra skóla sem að jafnaði ná viðmiðum á samræmdum könnunarprófum í 4. bekk hafa jákvæðara viðhorf gagnvart prófunum. Í þeim skólum er unnið skipulega að undirbúningi prófanna með mismunandi fundum og samstarfi, skólastjórarnir hafa miklar væntingar til nemenda um árangur og hvetja umsjónarkennara og nemendur til að sýna góðan árangur. Umsjónarkennarar undirbúa nemendur markvisst fyrir prófin og hafa yfirfarið námsefni með tilliti til samræmdra könnunarprófa. Stjórnendur hafa tryggt að allt umhverfi prófanna sé eins fyrirséð og mögulegt er.
    Þrátt fyrir þessar ólíku áherslur og viðhorf er ekki eins og hinir skólarnir sinni ekki prófunum. Þeir leggja bara ekki eins mikila áherslu á þau og viðhorf til prófanna eru ekki jákvæð. Það er hins vegar sameiginlegt öllum þátttökuskólunum að þeir huga allir vel að líðan og velferð nemenda. Þeir vilja nemendum allt það besta.

  • Útdráttur er á ensku

    Schools are often evaluated according to the results of the Icelandic National Examinations. The schools that score very well are more higly respected. The objective of this study was to examine how the opinion of teacher and principal towards standardized testing in 4th grade and the preparation of the test can affect student results. How schools are preparing students for the tests and what the teachers and principals opinion towards it is has not been researched before. Therefore, it is interesting to take a closer look, through research, at the preparation and approach the schools engage in.
    Four schools were chosen to take part, two who normally meet the criteria of the Directorate of Education on standardized testing in the 4th grade and two who generally have not met the criteria. Eight individuals were interviewed, a principal and a 4th grade teacher, in each school.
    The results of the study indicate differences between the schools involved in the study. Principals and teachers of schools meeting the criteria, of the Icelandic National Examinations in 4th grade, have a more positive attitude towards the tests. In these schools, the preparations of the tests are organized trough meetings and co-operation. The school administrators have high expectations and encourage teachers and students to do their very best work. Teachers will prepare students for the tests systematically and have reviewed the course material with regards to the test. Administrators have ensured that the whole environment of the tests is as predictable as possible.
    Despite these different emphases and approaches, it is not like the other schools do not attend to the tests. They just do not put as much emphasize on them, and their opinion towards the tests is not positive. However, it is common for all the participating schools that they all are mindful about the welfare and well-being of students. They have the students’ best interest at heart.

Samþykkt: 
  • 10.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.docx117.26 kBOpinnEfnisyfirlitSkoða/Opna
Jakvaett vidhorf og godir verkferlar-lokaritgerð.pdf1.58 MBLokaður til...16.06.2028HeildartextiPDF