is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31600

Titill: 
 • Konur sem æðstu stjórnendur : hvers vegna ekki?
 • Titill er á ensku Women as senior executives : why not?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þá þætti sem gætu haft áhrif á leið kvenna að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og þá með áherslu á fyrirtæki sem tengjast fjármálageiranum. Konur hafa átt undir högg að sækja þegar kemur að ráðningum í æðstu stjórnunarstöður þrátt fyrir aukna og mikla þátttöku þeirra á vinnumarkaðinum. Þó svo að viðhorf samfélagsins í garð kvenna hafi breyst þá gengur þróunin hægt og kynjabundinn launamunur lifir enn þann dag í dag góðu lífi. Fjallað er um þá þætti sem hugsanlega geta haft hamlandi áhrif á möguleika kvenna á starfsframa innan fyrirtækja. Umfjöllun er um eðlishyggju og félagsmótun, áhrif staðalímyndunar, menningar, tengslanets, mismunandi stjórnunarstíla og launamismunar eru rædd, stjórnun og mismunandi stjórnunarstílar eru til umfjöllunar sem og áhrif lagasetningar um kynjakvóta í fyrirtækjum. Til að rannsaka þessa þætti framkvæmdi höfundur rannsókn á skoðunum kvenna til þessara þátta. Rannsóknin var byggð á blandaðri rannsóknaraðferð, fyrst var gerð megindleg viðhorfskönnun þar sem upplýsingar fengust frá 97 konum sem eru í stjórnendastöðum á Íslandi. Henni var síðan fylgt eftir með eigindlegri rannsókn, þar sem viðtöl voru tekin við fimm háttsetta kvenstjórnendur á Íslandi. Niðurstöður þessara rannsókna voru síðan dregnar saman og túlkaðar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknir á þeim þáttum sem hafa áhrif á leið kvenna í æðstu stjórnunarstöður. Menning og hefðir, staðalímyndir, félagsmótun, tengslanet, fjölmiðlar og mismunandi eðliseiginleikar eru allt hindranir sem konur þurfa að kljást við á framabraut sinni. Þá er samræming heimilis og vinnu gjarnan konum erfiðari en körlum. Jákvæðar breytingar eru þó í sjónmáli þótt sumum finnist þær ganga helst til hægt; konum hefur fjölgað í stjórnunarstöðum, lengra fæðingarorlof feðra hefur jákvæð áhrif og almennt er litið jákvæðum augum á kynjakvóta þó svo að markmið hans hafi ekki náð að skila sér að fullu ennþá. Það tekur tíma að breyta menningu og hefðum í samfélögum en segja má að viðhorf gagnvart rótgrónum hugmyndum séu hægt og bítandi að breytast. Miklu máli skiptir að ungar konur fái það uppeldi og þá sýn að þeim séu allir vegir færir í samfélaginu og þær hafi þannig þor og kjark til að brjóta upp gamlar hugmyndir og gildi og aðlagi þau að nútíma þjóðfélagi.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to examine the factors that could affect women’s advancement to senior management positions in companies, particularly in the financial sector. Despite the increase in women’s participation in the labour market, they have been at a disadvantage when it comes to being hired for senior management positions. Despite a different attitude towards women in society, things are progressing slowly, and the gender pay gap is thriving.
  In this research paper, the factors that could hamper women’s career opportunities within companies are discussed. There is also a discussion on essentialism and socialisation, the impact of stereotypes, culture, networking, different management styles, wage gaps, and the impact of legislation on gender quotas in companies.
  To examine these factors, the author conducted a study of women’s attitudes towards them. The study was based on a mixed research method. First, the author conducted a quantitative survey where information was obtained from 97 women in management positions in Iceland. This was followed by a qualitative survey where the author interviewed five senior women executives in Iceland. The results of these surveys were then summarized and interpreted.
  The main findings of the study support previous research on the factors that affect women’s advancement to senior management positions. Culture and traditions, stereotypes, socialisation, networking, the media and different characteristics are all obstacles that women need to face in their career. Moreover, the coordinating work and family is often more difficult for women than men.
  However, positives changes are on the horizon even though some think they are happening rather slowly. The number of women in management positions has increased, a longer paternity leave has a positive impact, and there is a general positive attitude towards the gender quota even though its goal has not been fully achieved yet. It takes time to change the culture and traditions of a society, but it can be argued that the attitudes towards deep-rooted ideas are slowly changing. It is important that young women are brought up thinking they can do anything they like in society and thus have the courage to challenge old ideas and values and adapt them to modern society.

Samþykkt: 
 • 10.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-Rósa Björk Sigurðardóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing1.PDF350.21 kBLokaðurFylgiskjölPDF