is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31602

Titill: 
 • Samstarf tónlistarskóla og grunnskóla : kostir þess og gallar
 • Titill er á ensku Cooperation between elementary and music schools : the benefits and the downsides
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa orðið töluverðar breytingar á landslagi tónlistarkennslu á Íslandi. Með tilkomu einsetningu grunnskólanna kallar samfélagið í síauknum mæli á samrekstur og samstarf milli skólanna og sífellt fleiri tónlistarskólar eru færðir inn í grunnskólana eftir mismikinn undirbúning eða skipulag. Tilgangurinn með rannsókn þessari er að skoða hvernig samstarfi milli grunnskóla og tónlistarskóla er háttað, hverjir kostir þess og gallar eru og hvaða áhrif það hefur á tónlistarkennsluna. Einnig verður skoðað hvort verið sé að fara eftir tilmælum í lögum og Aðalnámskrá tónlistarskólanna varðandi aðstöðu til kennslunnar sem og gerð skólanámskrár.
  Benda niðurstöður til þess að þrátt fyrir að tónlistakennarar séu almennt ánægðir með að kenna tónlistartímana inn í grunnskólunum má greina undirliggjandi starfsóánægju, sérstaklega hvað varðar aðbúnað, aðstöðu og samstarf en samstarfi og samskiptum milli skólanna er virkilega ábótavant og eru tónlistarskólarnir ekki að fara eftir þeim kröfum sem settar eru fram bæði í lögum sem og Aðalnámskrá tónlistarskólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  There have been some great changes in the landscape of music education in Iceland in the past few years. With the primary school act the community calls for more joint venture and cooperation between the schools and more and more music schools are being transferred in to the elementary schools after varying preparation and structure. The object of this study is to look at how the cooperation between the elementary and the music schools is working and what the benefits and the downsides are and how it is effecting the teaching in the music schools. Laws and curriculum concerning the schools will also be looked at and studied whether they are being followed concerning facilities for music teaching and if schools have any school curriculum.
  The results indicate that even though the music teachers are generally happy with teaching music in elementary schools it is easy to detect underlying job dissatisfaction, especially concerning facilities, teaching conditions, and cooperation. Communications and cooperation are minimal, and music schools are not fulfilling demands that are stated in laws and music school’s curriculums.

Samþykkt: 
 • 10.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannaMarin_MA_lokaverkefni_Skemma.pdf627.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna