Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31603
Markmið ritgerðarinnar er að leiða í ljós rannsóknarspurninguna um skattalegt heimilisfesti einstaklings út frá ákvæði 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt (hér eftir „tsl”) og 4. gr. OECD samningsfyrirmyndarinnar. Litið er til þeirra skilyrða sem þurfa að vera til staðar svo einstaklingur beri ótakmarkaða skattskyldu hér á landi, sem tekur almennt mið af heimilisfesti einstaklings. Við ákvörðun um skattalegt heimilisfesti er almennt tekið mið af reglum lögheimilislaga nr. 21/1990 (hér eftir „lei”) en þó geta önnur sjónarmið verið ráðandi við matið. Almennt er þó litið til þess hvar einstaklingur er með fasta búsetu og hvar hann dvelur að jafnaði, sem eru meðal þeirra atriða sem eru ráðandi við mat á heimilisfesti. Hægt er að viðhalda skattalegu heimilisfesti hér á landi þrátt fyrir að vera fluttur af landi brott ef skattskyldunni er ekki fullnægt í hinu ríkinu. Ríkisskattstjóri fer með úrskurðarvald um hverjir teljast og séu heimilisfastir hér á landi. Fjallað verður um nýlegt álit sem Umboðsmaður Alþingis gaf út um úrskurðarvald ríkisskattstjóra um heimilisfesti í máli UA. nr. 9174/2017. Litið verður til mismunandi sjónarmiða sem Jón Elvar Guðmundsson og Ásmundur G. Vilhjálmsson leggja fram við skýringu á heimilisfesti hugtakinu. Einnig verður fjallað um heimilisfesta hugtakið samkvæmt 4. gr OECD, um hvenær einstaklingur telst vera heimilisfastur af einu af samningsríkinu. Fjallað verður um meðferð dómstóla vegna ágreinings um heimilisfesti og verður í því sambandi litið sérstaklega til nýlegra dóma sem hafa fallið þar að lútandi eða svokallaða Máritaníudóma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EmiliaRodriguez_BS_lokaverk..pdf | 852.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |