is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31605

Titill: 
  • Mat dómstóla á refsiábyrgð stjórnenda hlutafélaga - Með áherslu á athafnaleysisbrot samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er rannsakað mat dómstóla á refsiábyrgð skráðra stjórnenda hlutafélaga vegna athafnaleysisbrota sbr. 1. mgr. 40. gr. virðisaukaskattslaga nr. 50/1987 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 40/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjallað verður stuttlega um fræðilega nálgun viðeigandi lagaákvæða og refsiheimilda sem og önnur sjónarmið sem dómstólar byggja á við matið. Meginmarkmið ritgerðarinnar er rannsaka dómaframkvæmd Hæstar Íslands. Í því felst að skoða hvaða sjónarmið eru lögð til grundvallar í niðurstöðum dómsúrlausna og hvort að þróunar sé að gæta í framkvæmd málanna hjá Hæstarétti. Niðurstöðum yfirgripsmikillar dómarannsóknar sem tekur yfir 20 ára tímabil verður gerð skil. Sjá má ákveðna þróun í dómaframkvæmd viðeigandi mála hjá Hæstarétti. Á fyrri hluta rannsóknartímabils var algengara að horft væri til formsatriða, á borð við skráningu og formlega stöðu stjórnenda. Þegar á leið fór dómstóllinn að gefa virkni þeirra meiri gaum og raunverulegri stöðu innan félagsins þ.e. hverjir sjá um fjármál og skattskil félagsins. Við lok rannsóknartímabils kom í ljóst að dómstólar fóru í mun meiri mæli að aðhyllast þessari nálgun og sýknumálum þar sem reyndi á verkaskiptingu fjölgaði umtalsvert.

Samþykkt: 
  • 10.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Skemma.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna