is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31607

Titill: 
  • Augliti til auglitis: Vandinn í minnisblöðum Bakhtíns frá stríðsárunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þann vanda sem fræðimenn telja vera til staðar í minnisblöðum sovéska fræðimannsins Míkhaíls Bakhtíns frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Samkvæmt minnisblöðunum er ógerningur að skapa listræna framsetningu á sjálfsvitund einstaklings í texta án þess að hlutgera viðkomandi. Þessi takmarkandi, lokaða túlkun á einstaklingnum liggur í eðli tungumálsins að mati Bakhtíns. Rakið er hvernig Bakhtín finnur ákveðna (en þó takmarkaða) lausn í skáldsögum Fjodors Dostojevskís og persónusköpun hans og sömuleiðis hvernig mögulega lausn er að finna í stílbrögðum minnisblaðanna sjálfra. Einnig er rakið hvernig þessar kenningar tengjast hugmyndum Max Schelers um virka samlíðan. Þá er fjallað um það hvernig vangaveltur sovéska hugsuðarins tengjast tilraunum til að skapa nýja aðferðafræði fyrir hugvísindin til þess að vinna út frá án þess að notast við vinnubrögð raunvísindanna auk glænýs rannsóknarsviðs sem opinberaðist honum þegar hann var að skrifa bók sína um skáldsögur Dostojevskís. Sömuleiðis er reifað hvernig þessi nýja aðferðafræði fyrir hið nýja rannsóknarsvið gæti mögulega verið lausn á þeim vanda sem hugvísindin í heild, og þá bókmenntafræði sérstaklega, standa frammi fyrir.

Samþykkt: 
  • 17.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Augliti til auglitis pdf.pdf612.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
201807161637331000.jpg490.06 kBLokaðurYfirlýsingJPG