is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3161

Titill: 
  • Einhverfa : aðferðir við kennslu í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu og þá ekki síst í skólasamfélaginu. Sú breyting hefur meðal annars orðið á að nú á tímum er gengið út frá skóla án aðgreiningar, sem þýðir að nemendur með og án fötlunar eru saman í bekk. Þetta kemur til vegna þess að samfélagið verður sífellt opnara og jákvæðara fyrir því að ekki séu allir eins. Skilningur eykst með ári hverju á því að mannlífið er margbreytilegt. Þeim fjölgar sem greinast með einhverfu og þekking á einhverfurófinu eykst með hverju ári sem líður. Kennarar verða færari að mæta þörfum einhverfra nemenda og því verður æ einfaldara fyrir þessa nemendur að vera inni í almennum bekkjardeildum
    Börn með einhverfu eiga oft erfitt með að skilja það sem fer fram í umhverfi þeirra. Hægt er að hjálpa þeim með því að efla félagatengslin í skólanum þannig að þau eigi auðveldara með að ná tengslum við jafnaldra sína og aðra skólafélaga. Þannig er hægt að gera þeim lífið einfaldara ef þessi samskipti geta gengið upp á jákvæðan hátt.
    Í þessari lokaritgerð verður fjallað um þroskafrávik og viðhorf til fötlunar. Fjallað verður sérstaklega um einhverfu og einhverfurófið. Farið verður í einkenni, orsök og greiningu. Síðan verður komið inn á einhverfuna og grunnskólann og þær kennsluaðferðir sem helst er verið að nota með einhverfum nemendum í grunnskólanum nú til dags. Nú á tímum er skólakerfið þannig að það er skóli án aðgreiningar, öll börn eiga að geta gengið í skóla í sínu hverfi á sínum forsendum og eiga að fá kennslu við hæfi og á sínum hraða.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 2.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einhverfa Linda-pdf.pdf201.32 kBLokaðurEinhverfa og þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í grunnskólaPDF