is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31610

Titill: 
 • Lærum saman og vinnum saman : stjórnandi rýnir í starfsaðstæður sínar og stuðning við kennara og fagmennsku
 • Titill er á ensku Study together and work together : administrator reviews his work conditions and support for the teachers and professionalism
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis sem er starfendarannsókn var að skoða starf aðstoðarskólastjóra með gagnrýnum augum og finna út hvernig hægt væri að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi þeirra fyrir faglegt starf skólans. Upphafið að verkefninu má rekja til námskeiðs í starfendarannsóknum við Háskóla Íslands vorið 2017. Þar fékk ég tækifæri til að ígrunda og skoða starf mitt og starfsaðstæður sem aðstoðarskólastjóri í grunnskóla.
  Gögnum fyrir rannsóknina var aflað í Sólaskóla (dulnefni). Gögnin eru rannsóknardagbók þar sem ég skráði vangaveltur mínar og hugrenningar frá upphafi tímabilsins sem var í janúar 2017. Í gögnunum eru auk rannsóknardagbókarinnar skráning á verkefnum hvers vinnudags í hálfan mánuð, starfslýsing aðstoðarskólastjóra, verkefnalisti með helstu verkefnum hans yfir skólaárið auk einkunnarorða skólans. Tekin voru þrjú hálfopin viðtöl við kennara, skráðar vettvangsnótur á fjórum teymisfundum kennara og einum stjórnendateymisfundi.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að aðstoðarskólastjórar lenda oft í hlutverki stuðningsaðila fyrir kennara og annað starfsfólk. Fram kom að kennarastarfið er álagsstarf og að kennurum þótti mikilvægt að fá stuðning í formi handleiðslu eða jafningjastuðnings. Kennarar í skólanum sjá tækifæri í samvinnu og samstarfi sem gefa þarf meira rými í skipulagi skólastarfs. Kennurum í skólanum er umhugað um velferð nemenda sinna og eru tilbúnir að leggja mikið á sig þeim til handa. Forföll, sem eru tíð í skólanum, hvíla þungt á stjórnendum og kennurum og brýnt að finna úrræði til að létta á álagi vegna þeirra. Fundir eru ekki taldir nógu markvissir og kennarar óska eftir vinnufundum þar sem unnið er saman að skipulagningu náms og kennslu. Trú þeirra kennara sem rætt var við á samgetu kennarahópsins til að efla nám og kennslu í skólanum gefur tækifæri til að horfa bjartsýnum augum fram á veginn. Samgeta styður við lærdómssamfélagið og þar með öfluga skólaþróun og er sannkallaður hornsteinn þess.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to critically review the work of the assistant principal and conclude how to prioritize projects by their importance of the professional work in the school.
  The genesis of this research paper began in a seminar in action research at The University of Iceland in the spring of 2017. There I got the opportunity to consider and reflect on my work and the conditions at my work as an assistant principal in a compulsory school.
  Data for the research was collected at the Sunny School (pseudonym). The data is a research journal where I logged my speculations and thoughts from the beginning of the period in January 2017. In addition to the research journal the data features projects of the workday over a period of two weeks, work description for a principle assistant, his project list for the school year plus the motto for Sunny School. Three teachers were interviewed, field notes logged at four teachers team meetings and one administrators team meeting.
  The findings of the study, as a whole, show that the role of the principal is often to support the teachers and other staff. It reveals that teaching is stressful and the teachers find it very important to have access to a guidance or peer support. The teachers see opportunity in teamwork that is urgent to give more space in the school planning. Teachers care about the student´s wellbeing and they are willing to go through a lot to ensure that. Absenteeism are frequent and that makes the work for both teachers and administrators difficult. It is urgent to find resources to ease their stress because of that. Meetings are not seen focused enough and teachers request for workshops to make planning for study and teaching together. Teachers faith in collective teacher efficacy to reinforce study and teaching at the school gives opportunity to optimism. Collective teacher efficacy supports the academic environment including powerful school development.

Samþykkt: 
 • 8.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ellen_gisladottir.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skilmalar_skemma.pdf288.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF