is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31611

Titill: 
 • „Við þurfum að byrja á okkur sjálfum“ : fagmennska og faglegt sjálfstraust leikskólakennara
 • Titill er á ensku „We need to start with ourselves” : preschool teacher’s professionalism and self-efficacy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á hvað leikskólakennarar telji að felist í því að vera faglegur leikskólakennari. Einnig er horft til þess hvaða innri og ytri þættir leikskólaumhverfisins hafi áhrif á faglegt sjálfstraust leikskólakennara, hvort eitthvað í samfélaginu eða leikskólaumhverfinu hefur áhrif á það eða hvort það liggur hjá einstaklingnum sjálfum.
  Notast var við eigindlega aðferðafræði við gerð verkefnisins og var um tilviksrannsókn að ræða. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu febrúar til mars árið 2018 og tekin voru hálf-stöðluð viðtöl við sex leikskólakennara, alla kvenkyns, sem starfa á sex mismunandi leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað telja leikskólakennarar að einkenni faglegan leikskólakennara? - Á hvaða hátt hafa innri og ytri þættir leikskólaumhverfisins áhrif á faglegt sjálfstraust leikskólakennara?
  Helstu niðurstöður benda til þess að leikskólakennarar hafi nokkuð mismunandi hugmyndir um hvað felist í því að vera faglegur leikskólakennari. Ef þær hugmyndir eru teknar saman í eina heild eru þær að ýmsu leyti samhljóma niðurstöðum fyrri rannsókna um fagmennsku leikskólakennara. Í leikskólaumhverfinu virðist gott starfsumhverfi, starfsreynsla, starfsþróun, samræður við aðra fagaðila og ánægjan, sem fæst í starfi með börnunum, hafa jákvæð áhrif á faglegt sjálfstraust leikskólakennara en erfið samskipti við foreldra, neikvæðar samfélagslegar umræður, ýmsir álagsþættir og slæmt starfsumhverfi hafa neikvæð áhrif á faglegt sjálfstraust þeirra. Leikskólakennararnir, sem tóku þátt í þessari rannsókn, voru sammála um að erfið samskipti og samtöl við foreldra væri það sem helst ylli þeim óöryggi og voru þeir allir sammála um að samfélagslegar umræður hefðu áhrif á störf þeirra. Áhugavert var að allir leikskólakennararnir töluðu um að það væri hlutverk leikskólakennara að tala starfið sitt upp og koma því á framfæri hversu frábært starf væri unnið í leikskólum landsins.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to shed a light on what preschool teachers think it means to be a professional in early childhood education. Also considered are which inner and outer factors of the preschool environment affect the preschool teacher’s self-efficacy, if there is something in the community or in the preschool environment, or if it depends on the individuals themselves.
  Qualitative method was used in this research and this is a case study. Data gathering took place in February and March in the year 2018 and semi-structured interviews were taken with six preschool teachers, all females, which work in six different preschools in the Reykjavik area. The following questions were answered: What do preschool teachers think
  distinguishes the professional preschool teacher? – In which way do inner and outer factors of the preschool environment affect the preschool teacher’s self-efficacy?
  The main findings indicate that the participants in this research have different ideas about what it means to be a professional preschool teacher. If their ideas are put together they are similar to previous research findings about preschool teacher professionalism. In the preschool environment it seems that good work conditions, experiences, professional development, conversations with other professionals and the pleasure of working with children have a positive effect on the preschool teacher’s self-efficacy. Difficult communication with parents, lack of understanding and respect, various stress factors and bad working environment have negative effects on their self-efficacy. All the preschool teachers felt that difficult communications and conversations with parents had bad influence on their own security and they all agreed that lack of understanding and respect for the preschool teacher’s job affected their work. It was interesting that all of the participants mention that it was the preschool teacher’s responsibility to speak highly and with respect about their job in the community.

Samþykkt: 
 • 8.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErlaBrynjólfsdóttir_lokaverkefni.docx.pdf769.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ErlaBrynjólfsdóttir_Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf569.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF