Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31612
Í meistaraverkefni þessu er sjónum beint að kennslu og þjálfun lesskilnings meðal annars með nemendum sem eiga við lesskilningsvanda að etja. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: Hvernig má efla undirstöðuþætti lesskilnings hjá þeim nemendum sem eiga við lesskilningsvanda að stríða og hvaða áhrif hafa þættir eins og orðaforði, ályktunarhæfni og bakgrunnur á lesskilning. Verkefnið skiptist í tvo hluta annars vegar í fræðilega umræðu um undirstöður lesskilnings og hins vegar hagnýtt kennsluefni í lesskilningi. Útbúið var kennsluefni sem spannar 20 vikur með það að markmiði að styrkja og efla lesskilning með raunprófuðum kennsluaðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að bregðast við lesskilningsvanda. Kennsluefnið byggir á vinnu við rannsóknarverkefnið Reading for Meaning undir forystu Clarke, Truelove, Hulme og Snowling (2014) og bók þeirra Developing Reading Comprehension. Kennsluefnið byggir á lestri fjölbreyttra texta eftir markvissum leiðum þar sem áhersla er lögð á fjóra undirþætti lesskilnings sem rannsóknir hafa sýnt að styðji best við skilning. Þessir þættir eru hugrænar aðgerðir, gagnvirk kennsla, ályktanir og ritun. Nemendum eru kenndar fjölbreyttar hagnýtar aðferðir sem efla skilning á lestextum og lögð er áhersla á að þjálfa hvern þátt til hlítar með stuttum verkefnum en markmiðið er að nemendur tileinki sér aðferðirnar og nýti í áframhaldandi námi. Kennsluaðferðirnar byggja á kenningum Vygotsky um víxlverkandi áhrif máls- og félagsþroska og því beinast vinnuaðferðir að samvinnunámi, samræðum og stigskiptum stuðningi í kennslu. Hvernig til hefur tekist er ekki ljóst á þessari stundu en góðar vonir eru bundnar við kennsluverkefnin þar sem efnið sem stuðst var við er þaulhugsað og útfært af færustu sérfræðingum á sviði lestrar og lesskilnings. Stefnt er að því að tilraunakenna verkefnið næsta skólaár (2018 – 2019) og taka að því loknu ákvörðun um hvort efnið verður gefið út í framhaldinu.
Key to reading comprehension – Activities supporting oral and reading comprehension. This thesis focuses on the teaching and practice of reading comprehension for students who struggle with reading disorders. The thesis question is: How to strengthen the basis of reading comprehension for students with reading comprehension difficulties and what are the effects of factors such as vocabulary, inference skills and background knowledge in reading comprehension. The thesis is divided into two parts; it is a theoretical discussion about the basis of reading comprehension, and practical reading comprehension teaching material. Teaching material for 20 weeks was prepared with the aim of strengthening reading comprehension, using tested teaching methods which research has proven effective in combating reading comprehension difficulties. The teaching material is based on the work of the research project ‘Reading for Meaning’, led by Clarke, Truelove, Hulme and Snowling (2014) and their book Developing Reading Comprehension. It relies upon students reading diverse texts with emphasis put on the four basic components of reading comprehension which research has shown best support comprehension. These components are metacognitive strategies, reciprocal teaching, inferencing and written narrative. Students are taught diverse, practical methods which enhance comprehension of texts and emphasis is put on practicing each factor at a time using short activities but the overall goal is for students to incorporate these methods and use them in their continued studies. The teaching methods are based on Vygotsky’s theories on the interactive effect of speech
development and social development and therefore use approaches like cooperation, discussion and scaffolding in the classroom. As of now the results are still unclear but the material is promising since the content used was carefully constructed by the most competent experts in the field of reading and reading comprehension. The aim is to trial run
the project this following schoolyear (2018-2019) and then decide if the teaching material will be published.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lykill að lesskilningi - Verkefni sem efla mál-og lesskilning.pdf | 5.23 MB | Lokaður til...28.05.2038 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_lokaverkefni_Eygló_Guðmundsdóttir.pdf | 80.89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |