is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31613

Titill: 
 • „Færni í ritun er góð skemmtun“ : um ritlist og ritunarkennslu
 • Titill er á ensku „A thing well written is a joy forever“ : on teaching creative writing
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu verki er sjónum beint að ritlist og ritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum. Ritun nýtist margvíslega í daglegu lífi og nemendur fást stöðugt við ritun í ýmsum myndum í skólanum. Eitt af hlutverkum skólans er að leggja áherslu á að nemendur geti sett eigið efni skýrt og skipulega fram, með ýmsum hætti, í mismunandi tilgangi og fyrir ólíka lesendur. Til að það geti orðið þarf að gera nemendum grein fyrir mikilvægi ritunar, þeir þurfa að átta sig á gagnsemi þess að geta ritað góðan texta og það þarf að vekja áhuga þeirra á ritlistinni. Kennari þarf að að gera ritun að daglegu viðfangsefni, veita nemendum faglega leiðsögn, sjá til þess að þau glími við fjölbreytt ritunarverkefni, vera þeim góð fyrirmynd og miðla af áhuga. Markmið þessarar ritgerðar er að ræða gildi ritunarkennslu. Hvað ætla kennarar sér í ritunarkennslu sinni og hvað gerist þegar komið er í skólastofuna. Hér er byggt á rannsókninni Íslenska sem námsgrein og kennslutunga. Það er eigindleg rannsókn og fór gagnaöflun fram í gegnum viðtöl, vettvangsathuganir og greiningu kennsluáætlana.
  Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að hvort sem litið er á mat nemenda eða kennara leikur enginn vafi á gildi ritunar. Kennarar vilja almennt leggja sig fram um að bæta stöðu nemenda í ritun og gera hana að áhugaverðu viðfangsefni en þeir virðast hins vegar ekki alltaf ná að hrinda þeirri skoðun í framkvæmd í eigin kennslu. Svo virðist sem að kennarar séu, á öllum skólastigum, að berjast við að kenna nemendum tæknileg atriði ritunar, í stað þess að nota ritunarkennsluna einnig markvisst til að byggja upp þekkingu nemenda og skilning. Það verður að leggja fyrir nemendur fjölbreytt ritunarverkefni og gera þeim kleift að orða hugsun sína, ná taki á þekkingu og tækni og dýpka skilning sinn.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis the focus is on creative writing and how writing is taught in elementary and high schools. Writing is useful in day-to-day life and students are constantly working with different types of writing in school. One of the school´s responsibilities is to ensure that students are able to present their own thoughts and ideas in a structured and definite manner and in various ways for various readers. The students have to be made aware of the importance of writing and the usefulness of being able to write well. It is also necessary to make the students interested in creative writing. Writing has to be a daily activity in schools and the students need to get appropriate academic guidance as well as varied writing tasks. The teachers need to be enthusiastic about writing and good role models. The aim of this thesis is to discuss the value of teaching writing. What are the teaching goals regarding writing and what happens in the classroom. The thesis is built on the study Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (Icelandic as a subject and a teaching language). The study is qualitative and is based on interviews, field studies and analyzing curriculums.
  The study shows that according to both students and teachers, there is no doubt about the value of writing. Teachers want to do their best in helping their students improve their writing skills and also to make writing an interesting challenge for the students. However, the teachers do not seem to be able to implement their ideas in their own teaching. At all levels of education it seems like the teachers´ focus is on the technical aspects of writing instead of using writing systematically to inhance the students´ knowledge and understanding. Students need to get varied writing tasks to be able to put their own thoughts into words and to increase their own knowledge and skills.

Samþykkt: 
 • 9.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf102.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF