is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31614

Titill: 
 • Fikt : námsvefur um upplýsingatækni fyrir kennara í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla
 • Titill er á ensku Try to find out : an educational website for teachers in preschool and at the youngest level of compulsory school.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fikt – Námsvefur um upplýsingatækni fyrir kennara í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla ásamt greinargerð sem honum fylgir er lokaverkefni til M.Ed.-prófs í náms og kennslufræði. Í greinargerðinni er fjallað um bakgrunn verkefnisins, fræðilegt samhengi, stöðu upplýsingatækni í skólastarfi og reynslu höfundar, hugmyndir og vinnu sem að baki vefnum liggur. Greint er frá megintilgangi með efnisgerðinni og helstu markmiðum sem stýra efnisvali og áherslum. Stuðst var við og bent á nánast allar helstu rannsóknir og þróunarverkefni sem unnið hefur verið að hér á landi í tengslum við innleiðingu á spjaldtölvum í skólastarfi á leikskólastigi og yngsta aldursstigi grunnskóla. Höfundur miðlar líka af eigin þekkingu og persónulegri reynslu af áralangri notkun á upplýsingatækni í leikskólastarfi og kemur með tillögur um það á hvaða hátt hægt er að nota upplýsingatækni í daglegu skólastarfi með börnum.
  Megintilgangur með gerð námsvefsins er að stuðla að aukinni notkun á upplýsingatækni í skólastarfi, koma fræðslu og upplýsingum um möguleika því tengdu á framfæri með skipulegu móti og opna augu kennara fyrir því að vinna má með upplýsingatækni og snjalltæki á skapandi hátt. Námsvefurinn er opinn í anda hugmyndafræði um opið menntaefni (e. Open Educational Resources, OER). Lögð er nokkur áhersla á notkun spjaldtölva við efnisgerð, miðlun, samskipti og fleira en einnig fjallað um ýmis viðfangsefni sem varða tæknina sjálfa og vert er að taka fyrir í námi og kennslu og má þar til að mynda nefna myndræna forritun við hæfi ungra barna.
  Á námsvefnum eru meðal annars birtar stuttar kennslumyndir til þess að kennarar geti sest niður, fengið leiðsögn á íslensku um tækninotkun og lært á nokkur smáforrit. Gerðar eru tillögur að kennsluáætlunum þar sem reynir á vinnu í hverju þessara forrita og dregnar eru fram hugmyndir um notkun smáforritanna í kennslu ungra barna. Síðast en ekki síst eru á námsvefnum ábendingar um efni sem komast má í á netinu og kennarar geta notað til starfsþróunar og í kennslu þar sem lögð er áhersla á notkun upplýsingatækni.

 • Útdráttur er á ensku

  Try to find out – An educational website for teachers in preschool and at the youngest level of compulsory school. The report and the website are a final assignment for M.Ed. in education and pedagogy. The report covers the project‘s background, it‘s connection with educational theories, the state of information technology in preschool, the authors experience and ideas. The report also covers the main subject and goals that influence the content and focus of the website. The project uses most of the limited research done to date in Iceland on the introduction of tablets into the education program at preschool level and first stages of primary school. The author shares with the readar personal knowledge and experience from years of using information technology in preschool teaching. She provides suggestions about ways to use information technology in day-to-day work at the preschool and lower primary school level.
  The projects main goal is to promote the use of information technology in schools, provide educational material and information for teachers and open teacher’s eyes to ways to use information technology and smart devices in creative ways. The website is an open source website providing educational materials as OER (Open Educational Resources). Emphasis are on the use of tablets in creating material, sharing, communication and more. It also covers subjects focusing on technology, for example visual coding for young children and its value in the early years of education. On the website, you will find, among other things, information videos where teachers are provided with education in Icelandic on how to use a few of the most applicable apps for teaching and learning. Suggestions are made in the form of lesson plans about the application of creative apps for use with young children. Last but not least, there are in offer links to online content that teachers can use for career development and teaching, focusing on the use of information technology.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður FL/FSL, Kópavogsbær
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 9.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf207.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fjóla Þorvaldsdóttir.pdf1.96 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna