is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31615

Titill: 
  • "Fæstir krakkar eru nú ánægðir með allt í grunnskólanum" : upplifun og reynsla nemenda með einhverfu af grunnskólanum
  • Titill er á ensku "Well, not all kids are happy with everything in school“ : the experience of students on the autism spectrum during their primary education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á rannsókn sem var gerð á vormisseri 2018 um upplifun og reynslu nemenda með einhverfu af grunnskólagöngu sinni. Nemendurnir voru piltar og stúlkur á aldrinum 16-20 ára, allir með einhverfugreiningu og höfðu reynslu af almennum grunnskóla þar sem þeirra skólaganga hófst eftir að skóli án aðgreiningar varð viðurkennd skólastefna á Íslandi. Þegar viðtölin voru tekin voru þeir við nám í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með rannsókninni var að fá innsýn í skólagöngu nemenda með einhverfu í almennum grunnskóla og veita þessum hópi rödd svo hægt sé að læra af reynslu hans. Nálgunin er fyrirbæraleg sem þýðir að þeirra upplifun og reynsla er í forgrunni. Spurt var opinna spurninga til þess að kalla fram þeirra sjónarhorn. Viðmælendur mínir voru mjög ólíkir einstaklingar og upplifun þeirra og reynsla margbreytileg. Skoðað var hvernig komið var til móts við þátttakendur rannsóknarinnar í skóla án aðgreiningar. Niðurstöður gefa til kynna að nemendur með einhverfu upplifi félagslega erfiðleika í grunnskólanum og að þeir séu útsettari fyrir einelti og stríðni. Hugmyndafræðin sem skóli án aðgreiningar byggist á þátttöku allra í skólanum. Viðmælendur mínir tóku mismikinn þátt í skólastarfinu og á meðan einn sagðist taka þátt í öllu þá hafði annar engan áhuga á því að taka þátt í neinu. Þeir höfðu allir styrkleika sem hjálpuðu þeim í námi. Þeir áttu það sameiginlegt að finnast gaman í verklegum greinum og upplifðu sig góða í þeim. Stuðningurinn sem þeir fengu í grunnskóla var fjölbreyttur en sneri aðallega að náminu. Nemendurnir upplifðu að kennarar reyndu að koma á móts við þá en vantaði meiri skilning á einhverfunni til þess að hjálpa þeim nægilega vel. Vonandi nýtist rannsóknin til framfara í skóla án aðgreiningar og hvetur til frekari rannsókna og úrbóta.

  • This essay is based on a study conducted in 2018 on the experience of students during their primary education. The pupils were girls and boys aged 16-20 years old, all of whom had been diagnosed with autism and had experience in public schools since their schooling began after the inclusive school became a recognized policy in Iceland. At the time when the interviews were given, they were studying at the upper secondary school in the metropolitan area. The aim of the study was to gain insight into pupils' education at the private school in primary and lower secondary schools and to give this group a voice so that they can learn from their experience. The approach is phenomenological, which means that their experience is at the forefront. The line of question was open in order to get their perspective.
    My interviewers were very diverse individuals and their experience varied. An examination was made of how the participants of the study were included in inclusive education. Results indicate that pupils with autism, experience social problems in elementary school and that they are exposed to taunting and bullying. The ideology of inclusive education is based on the participation of all at school. My interviewees took a varied part in the school work and while one said they were involved in everything, another was not interested in participating. All had strengths that helped their education. They all
    share interest and joy participating in practical projects and experienced their strengths in those fields. The support they received in elementary schools was varied, but mainly focused on the education. The students felt that teachers tried to cater to them but lacked a better understanding of their autism to help them adequately. Hopefully, this study will contribute to progress towards inclusive education, encouraging further research and improvement.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. 2018.pdf752.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing á pdf.pdf93.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF