is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31616

Titill: 
  • Hlutverk tómstundafræðinga í samþættu skóla- og frístundastarfi
  • Titill er á ensku The role of leisure educators in integrated schools and leisure activities
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ný fagstétt sem nefnist tómstundafræðingar er komin til starfa inn í grunnskólann. Mikilvægt er að dýpka og auka skilning á þeirra störfum, bæði fyrir almenning sem og fyrir fólk sem starfar að skólamálum. Í þessari rannsókn eru tekin viðtöl við stjórnendur grunnskóla og frístundaheimilis með það að markmiði að varpa ljósi á hlutverk tómstundafræðinga í samþættu skóla -og frístundastarfi. Rannsóknin er eigindleg og gagna var aflað með einstaklingsviðtölum við þrjá tómstundafræðinga og tvo skólastjórnendur.Þátttakendur störfuðu í tveimur af fimm grunnskólum sem tóku þátt í verkefni innan Reykjavíkurborgar er nefndist Dagur barnsins. Þessir skólar tóku við rekstri frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn og buðu upp á gjaldfrjálsan tíma í frístund innan stundatöflu þannig að öll börn hefðu kost á að upplifa frístund.
    Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Í fyrsta lagi verður leitast eftir að sýna fram á hlutverk tómstundafræðinga í samþættu starfi út frá sjónarhorni þeirra og skólastjórnenda. Í öðru lagi verður könnuð sýn tómstundafræðinga og skólastjórnenda á samstarfi í samþættu skóla og frístundastarfi. Leitast er við að draga fram hugmyndir þátttakenda um ávinning og áskorun á samrekstri og samvinnu og upplifun þeirra á samstarfi við nýja fagstétt. Upplifa tómstundafræðingar teymisvinnu í samstarfi sínu við kennara og upplifa tómstundafræðingar undirbúning fyrir vettvang í námi sínu?
    Rannsóknarspurningar eru eftirfarandi: Hvert er hlutverk tómstundafræðinga í tveimur þátttökuskólum Dags barsnins þar sem skóla- og frístundastarf er samþætt fyrir nemendur í 1.-4. bekk? Hver eru viðhorf tómstundafræðinga og skólastjórnenda til samþættingar á skóla- og frístundastarfi?
    Niðurstöður verða skoðaðar í ljósi fyrri rannsókna á samstarfi ólíkra fagstétta, kenninga um meginþætti samvinnu og kenningu Kotters um breytingastjórnun. Þá verður einnig horft til ólíkra námskenninga og fjallað um tengsl formlegs og óformlegs náms.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun viðmælenda af verkefninu er almennt jákvæð. Skólastjórnendur og tómstundafræðingar eru sérstaklega ánægðir með að samþætting nái að efla heildstæðan stuðning við nemendur. Helstu annmarkar eru lítið framboð af menntuðum tómstundafræðingum, skortur á tíma til undirbúnings og sameiginlegra starfsdaga til að efla liðsheild og vinna sameiginleg markmið með öllu starfsfólki.
    Lykilorð: Fagþróun, fagvitund, menntun, tómstundafræðingar, samvinna, samþætting.

  • A new profession has been employed in the elementary school, leisure-educators. It is important to deepen and increase understanding of this profession. In this study, interviews are conducted with primary school leaders and leisure-educators with the aim of highlighting collaboration in integrated school and leisure activities. Five schools participated in a project within the city of Reykjavík called the Children's Day, which meant that the schools took care of after–school programs for 6-9 year old children.
    This study has two main objectives. First, efforts will be made to demonstrate the role of leisure professionals in an integrated school-leisure setting, based on their perspectives and the perspectives of school principals. Second, efforts will be made to shed light on their views on the integration of schools and leisure activities. How have
    staff experienced the changes that have taken place in school and leisure activities? An attempt will be made to examine those experiences in light of Kotter's eight steps theory for effective change management, along with theory of formal and informal learning.
    The study is qualitative and data was obtained through individual interviews with three leisure educators and two school leaders in two schools in Reykjavik, where school and leisure is integrated.The results of the project show that the participants were positive towards the project, especially school administrators and leisure professionals
    are pleased that a better overview of the students achieved through this arrangement. The main shortcomings are the low availability of leisure professionals, lack of time for preparation and joint teacher conference day to enhance team spirit and make a common goal with all staff.
    Keywords: Professional development, professionalism, education, leisure, collaboration, integration.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing-skemmangbf.pdf97.12 kBLokaðuryfirlýsingPDF
GudrunBjörk.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna