is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31619

Titill: 
  • Námspil fyrir nemendur með pólsku sem móðurmál og íslensku sem annað mál : orðaforða- og lesskilningsbingó
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að þróa námstæki sem leið til að hjálpa nemendum sem eiga íslensku sem annað mál (ísl2) í fyrsta bekk grunnskóla. Meginmarkmið námspilsins eru: Í fyrsta lagi að gefa ísl2 nemendum tækifæri til að efla íslenskan orðaforða sinn og lesskilning – og einnig hljóðkerfisvitund og umskráningu. Í öðru lagi að veita foreldrum stuðning við að aðstoða börnin sín í námi. Í þriðja lagi að gefa foreldrum tæki til að auka íslenskufærni sína. Í fjórða lagi að tengja íslensku við móðurmál ísl2 nemenda og foreldra þeirra. Markmiðið er einnig að gefa ísl2 nemendum tækifæri til að læra með foreldrum sínum og að báðir aðilar njóti góðs af, auka tengsl þeirra, styðja við nám og veita gleði, bæði nemendum og foreldrum.Tilgangur þessa verkefnis er að bregðast við þeirri brýnu þörf að veita ísl2 nemendum kennslu sem þeir eiga rétt á og að styðja þá í námi.
    Ef nemandi veit ekki hver merking orðanna er sem hann les eða heyrir þá nær hann varla merkingu textans (Erla Lind Þórisdóttir, 2017). Fyrri rannsóknir, bæði innlendar og erlendar hafa sýnt að orðaforði tvítyngdra nemenda er oft það slakur að þeir hvorki skilja eða ná inntaki námsgreina né því sem fer fram í skólanum vegna skorts á orðaforða (Sigríður Ólafsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2010; Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016; August, Carlo, Dressler, og Snow, 2005). Markviss orðaforðakennsla er því nauðsynleg til að styðja tvítyngda nemendur við að efla orðaforða sinn og dýpka lesskilning.
    Spilið tekur mið af niðurstöðum rannsókna sem sýnt hafa hvaða leiðir eru árangursríkar við að hjálpa nemendum að auka orðaforða sinn (Sigríður Ólafsdóttir, 2010; Guðmundur B. Kristmundson, 2000). Námspilið er þróað út frá bókinni Græni gaukurinn (Gerður Kristný Guðjónsdóttir, 2008), sem notuð er til heimalesturs í fyrsta bekk og á spilið að fylgja nemanda heim með þeirri bók. Á þessu stigi hefur námspilið verið þróað fyrir ísl2 börn sem eiga pólsku sem móðurmál. Námspilið er mynda og orðabingó þar sem orð og setningar eru bæði á íslensku og pólsku.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this project is to develop a learning tool as a way to help Icelandic students who have Icelandic as a second language (Isl2) in 1st-grade in elementary school. The goals of the learning tool are: First, to give the isl2 students a opportunity to increase their Icelandic vocabulary and reading comprehension - and also phonological awareness and decoding. Secondly, provide parents with support to assist
    their children. Thirdly, give parents tools to increase their Icelandic skills. Fourthly, to connect Icelandic with the first language of the Isl2 students and their parents. The goal is also to give isl2 students the opportunity to study with their parents and they will both gain from it, enhance their relationships, support the isl2 student education and
    provide joy, both for the students and parents. This project is also intended to shed a light on the need to provide bilingual students with the teaching they are entitled to and to support them in their studies.
    If a student does not know the meaning of the words he reads, he hardly
    understands the meaning of the text (Erla Lind Þórisdóttir, 2017). Previous studies, both domestic and foreign, have shown that the vocabulary of bilingual students is often weak and that they neither understand nor achieve the content of the subjects or what is happening at school due to lack of vocabulary (Sigríður Ólafsdóttir and Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2010; Sigríður Ólafsdóttir et al., 2016; August, Carlo, Dressler, and Snow, 2005). Effective vocabulary teaching is therefore necessary for a bilingual student to increase vocabulary and reading comprehension.
    The learning tool takes into account the results of research that show which ways are most effective in increasing student vocabulary (Sigríður Ólafsdóttir, 2010; Guðmundur B. Kristmundsson, 2000) with a different native language than Icelandic. The learning tool is developed from the book Græna Gaukurinn (Gerður Kristný Guðjónsdóttir, 2008), which is used for 1st-grade study home reading and the learning tool is to accompany the student home with that book. The learning tool is a picture and word bingo with words and sentences in both Icelandic and Polish.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni-Jóhanna-Laufey-Óskarsdóttir-2018.pdf2.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Jóhanna L Óskarsdóttir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_28.05.18.pdf210.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fylgiskjal 1. Orðaforða- og lesskilningsbingó Græni gaukurinn.pdf2.16 MBOpinnNámsspilPDFSkoða/Opna