is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31620

Titill: 
  • Gildi skólastjóra í íslenskum grunnskólum
  • Titill er á ensku Values of principals in Icelandic compulsory schools.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Titill rannsóknarinnar er: Gildi skólastjóra í íslenskum grunnskólum.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða gildi skólastjóra í grunnskólum á Íslandi og öðlast aukinn skilning og þekkingu á gildum þeirra, fyrir hvað þeir standa og hver hlutverk þeirra séu.
    Rannsóknarspurningin var svo hljóðandi: Hvaða gildi eru talin einkenna farsæla skólastjóra í grunnskólum?
    Tekin voru viðtöl við sex skólastjóra sem starfa í heildstæðum grunnskólum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar. Tilgangur viðtalanna var að átta sig á, skilja og finna þau sameiginlegu gildi sem einkenna farsæla skólastjóra. Skólastjórarnir sem viðtöl voru tekin við starfa allir við grunnskóla sem hafa verið yfir landsmeðaltali á samræmdu prófunum í 7. bekk fimm ár í röð og einkunnarorð eða gildi skólanna eru áþekk eða þau sömu. Eftir að viðtölin voru tekin voru þau afrituð og greind.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að skólastjórarnir eru nokkuð sammála um hvert þeirra hlutverk sé innan skólans, hvar áherslur þeirra í starfi liggja og hvaða gildum og viðmiðum sé mikilvægt að búa yfir og starfa eftir. Helstu hlutverk skólastjóranna sé að sinna rekstri skólanna sem þeir segja að gangi vel. Þeir segja einnig að starfsmanna- og nemendamál sé mikilvægasti hluti starfsins en jafnframt tímafrekastur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákveðin gildi séu mikilvægari skólastjórunum en önnur, líkt og umhyggja fyrir og samhygð með starfsfólki, nemendum og foreldrum, og að njóta virðingar og trausts allra aðila skólasamfélagsins. Einnig, að starfa af heilindum með hagsmuni allra að leiðarljósi og að vera faglegur, ábyrgur og lausnamiðaður og í góðum samskiptum við aðra.

  • Útdráttur er á ensku

    Aim of this study was to examine the value basis of school principals in compulsory schools in Iceland, i.e. to gain a better understanding and knowledge of their values, what they stand for in their work as principals.
    The research question that guided the study was: What values are characteristic for successful principals in compulsory schools?
    Interviews were conducted with six principals who work in compulsory schools in neighboring municipalities of the city of Reykjavík. The purpose of the interviews was to understand and find common values that characterize the principals that can be seen as successful. They all work in schools where achivement in the 7th grade has been above national average on standardized tests for five consecutive years. Also, official mission or value statements of their schools were alike. After the interviews were taken, they were transcribed, analyzed and thematized.
    The findings of the study indicate that the principals agree to a large extent about what the emphasis in their roles should be. They share similar views about what to focus on in their roles as principas and what values and criteria are important to live and work by. They put an emphasis on effective school management processess and say that employees and students issues are the most important parts of their job, but also the most timeconsuming factor. The findings of this study indicates that certain values are more important than others, such as caring and emphasizing the cohesion of staff, students and parents. To facilitate respect and trust from the whole school community is a part of that value. Also, to act with integrity in the best interests of all was highly valued by all the principals. Furthermore, they empasized the importance of being professional, responsible and solution oriented in good relations with others.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Hjartardóttir.pdf528.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing Kristín Hjartardóttir.pdf36 kBLokaðurYfirlýsingPDF