is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31621

Titill: 
  • "Hann lagði á hana þýðu meiri en skyldi": Um sifjaspell í íslenskum miðaldabókmenntum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni hafa verið teknar saman íslenskar miðaldasögur sem segja frá sifjaspellum. Markmiðið með samantektinni er að skoða í hvaða mynd sifjaspellin birtast í sögunum, og með það fyrir augum er gerð stutt úttekt á efni hverrar sögu fyrir sig. Að lokum eru frásagnirnar bornar saman eftir því hvernig tengslum er háttað á milli þeirra sem í hlut eiga, það er hvort söguhetjurnar eru systkini, feðgin eða (stjúp)mæðgin.
    Aðaláhersla verður lögð á að greina frásagnir sem fela í sér sifjaspell í fimm sögum. Fjórar þeirra eru fornaldarsögur (Völsunga saga, Hrólfs saga kraka, Úlfhams saga og Hjálmþérs saga og Ölvers), enda langalgengast að minni sem fela í sér sifjaspell sé að finna sögum sem tilheyra þeirri bókmenntagrein. Einnig verður til skoðunar ein konungasaga (Jómsvíkinga saga), en að auki verður litið til sagna úr ýmsum áttum sem fela í sér tilbrigði af sifjaspellafrásögnum. Þessari samantekt er ætlað að varpa ljósi á eðli og einkenni sifjaspella í íslenskum miðaldabókmenntum.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Heiður BA-ritgerð.pdf720.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Anna Heiður - yfirlýsing.pdf201.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF