Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31624
Í ritgerðinni er greint frá rannsókn á því hvernig jafnréttismenntun fer fram í tveimur leikskólum í Reykjavík. Leikskólarnir voru dregnir út úr hópi leikskóla sem höfðu samþykkt að taka þátt í rannsókn á vegum Rannkyn. Athuguð voru sjónarmið starfsfólks og stjórnenda ásamt mikilvægi umhverfis í jafnrétti kynjanna. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og var hún framkvæmd á tveimur ólíkum leikskólum með því að taka fjögur rýnihópaviðtöl við starfsfólk, tvö á hverjum stað, einstaklingsviðtöl við leikskólastjórana, jafnréttisáætlanir voru skoðaðar og gerð var vettvangsrannsókn á hvorum leikskólanum fyrir sig. Skoðað var hvort að staðsetning kennara, leikföng, umhverfi og efniviður skipti máli fyrir jafnrétti kynjanna.
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla er jafnrétti einn af grunnþáttum menntunar. Helstu niðurstöður sýna að sjónarmið starfsfólks á jafnrétti eru ólík og starfsfólk hefur misjafnar skoðanir hvort að eðli eða menningaráhrif móti einstaklinginn. Leitast var við að fá fram sjónarmið starfsfólks á staðalmyndum kynjanna og hvaða áhrif þær hafa á leikskólabörn. Fram kom að margir kennarar telja sig stuðla að jafnrétti með því að leyfa einstaklingnum að njóta sín og velja eftir áhugasviði sínu. Þekking starfsfólks á muninum á kyni og kyngervi eða mismunandi karlmennsku og kvenleika kom ekki fram í viðtölunum nema að litlu leyti. Svo virðist sem að kynjafræði hafi ekki verið hluti af námi starfsfólks leikskólanna. Ýmislegt hefur breyst á undanförnum árum en kennarar eru samt sem áður meðvitaðri um jafnréttismenntun og hafa breytt orðræðunni í daglegu starfi. Í leikskólunum tveimur er mikil áhersla lögð á að leikföng, bækur og efniviður séu valin með jafnrétti í huga.
Stjórnendur geta haft mikil áhrif á menningu leikskólans og að hvaða leyti leikskólastarfsfólk leggur áherslu á jafnrétti í leikskólum. Í rannsókninni kom fram að fræðsla tengd jafnrétti og kynjafræði getur haft mikil áhrif á starfsfólk og kennslu. Starfsfólk talaði um þau jákvæðu áhrif sem að slík fræðsla hefur ásamt því að skoða og meta jafnréttisstefnu leikskólans reglulega. Í lokin eru niðurstöður reifaðar með það í huga að skýra hlutverk og mikilvægi jafnréttis í leikskólum.
This thesis examines how gender equal education is performed in two preschools in Reykjavik. The preschools were randomly selected out of a group of preschools that had agreed to take part in a study on behalf of Rannkyn, the Center for research on equality, gender and education. The staff and principal’s views on gender equality were observed as well as
the influence the environment has on the subject. The methodology of the research is qualitative, and the study was mainly based on four focus group interviews with the staff in two preschools, two in each school, interviews with the principals, school’s equality policy reviewed and field notes in both preschools. The purpose of the field research was to see if teacher’s location, toys, surroundings and materials may influence gender equality.
The national curriculum states that equality is one of six fundamental pillars in children’s education. The main results show that the staffs views are very diverse, and they have different opinions on whether nature or culture influences the individuals gender awareness. The purpose was to view the staffs´ opinions on gender stereotypes and in which ways they influence preschool children. The teachers believed they contributed to equality by letting the individuals thrive and choose according to their interests. The knowledge of the staff of the difference between sex and gender or diverse masculinity or femininity did not surface in the interviews except to a small extent. There are many things that have changed in the past years and teachers are more aware of gender education than before and have changed the discourse in their daily work. Both preschools focus on choosing toys, books and materials with equality in mind.
Principals can have great influence on the culture within the preschool and in which ways the staff emphasise equality in the preschool. In the study findings show that any education or training related to equality and gender research has great impact on the staff and their teaching. The staff commented on the positive influence that training has and to revaluate and view the school’s equality policy. The findings are discussed further with that in mind to clarify the role and the importance of equality in preschools.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Laufey Heimisdóttir Med verkefni 2018.pdf | 773.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Laufey Heimisdóttir.pdf | 48.09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |