is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31625

Titill: 
  • Áherslur í samstarfi leik- og grunnskóla í tveimur bæjarfélögum
  • Titill er á ensku Emphases on co-operation between preschools and primary school in two towns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nú til dags reyna skólasamfélögin að auðvelda börnum flutning á milli leik- og grunnskóla. Í Aðalnámskrá skólastiganna er lögð áhersla á að samstarf sé á milli skólastiga og að leikskólabörn eigi að fá að kynnast skólaumhverfinu og því starfi sem unnið er í grunnskólanum. Mikilvægt er að nemendur í fyrsta bekk í grunnskóla fái einnig að viðhalda góðum tengslum við leikskólann. Það er því mikilvægt að bæjarfélög skipuleggi vel samstarf milli skólastiga. Markmið rannsóknarinnar er að leita eftir svari við því hvernig samstarfi milli leik- og grunnskóla í tveimur bæjarfélögum er háttað. Með því verður einnig skoðað hver eru viðhorf starfsfólks til samstarfsins og hver er framtíðarsýn starfsfólks á samstarf milli leik- og grunnskóla.
    Þátttakendur í rannsókninni voru fjórir leikskólakennarar sem unnu með elstu börnum í fjórum leikskólum og þrír grunnskólakennarar í þremur grunnskólum sem unnu með börnum í 1. bekk. Rannsóknin var eigindleg. Farið var á vinnustaði þátttakenda og tekin við þá opin viðtöl. Einnig voru skólanámskrár sveitarfélaganna skoðaðar.
    Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar má sjá að margt er gert til þess að stuðla að samstarfi milli leikskóla og grunnskóla í tveimur bæjarfélögum. Viðmælendur voru allir sammála um mikilvægi þess að vel væri staðið að samstarfi og töldu að það skipulag sem unnið væri með í dag hentaði vel báðum skólastigunum. Í bæjarfélögunum er stöðugt verið að meta og þróa skipulagið sem unnið er eftir til þess að leik- og grunnskólakennarar og þeir sem taka þátt í samstarfinu verði ánægðir með það sem gert er. Leikskólakennararnir töldu þó að grunnskólakennarar gætu nýtt sér betur þá þekkingu sem unnið er með í leikskólum. Grunnskólakennarar í einu bæjarfélaginu töldu að auka mætti heimsóknir grunnskólabarna í gamla leikskólann sinn þar sem þeim fannst börnin vera að fjarlægast hann þó að stutt væri síðan þau útskrifuðust úr leikskólanum. Allir viðmælendur voru á þeirri skoðun að börnin kæmu öruggari inn í grunnskólann og það hjálpi þeim mikið að hafa verið í skólaheimsóknum. Þannig þekki þau umhverfið vel við upphaf skólagöngunnar og eru einnig farin að þekkja kennara sem starfa við skólann. Til þess að gera samstarfið enn betra mættu ef til vill vera meiri samræður á milli skólastiga.

  • Útdráttur er á ensku

    Nowadays, school communities trye to facilitate children's transfer between preschools and primary schools. The Icelandic national curriculum emphasizes on co-operation between school levels and that pre-schoolers should get to know the environment and the work done in primary schools. It is important that pupils in the first grade of primary schools also maintain good relationship with the preschool. It is therefore important for municipalities to organize good co-operation between school levels. The aim of this research is to gain a better knowledge of the way in which co-operation between preschool and primary schools in two towns is conducted. It will also observe the opinions of staff to the co-operation and the staffs vision on co-operation between preschools and primary schools in the future.
    Participants in the study were four preschool teachers who worked with the oldest children in four preschools and three primary school teachers in three primary schools who worked with children in the 1st grade. The study was qualitative. Participants' were visited in their workplaces and interviewed. Municipal school curricula were also examined.
    When looking at the results, it is obvious that much is done to promote co-operation between preschools and primary schools in the two towns. The interviewees all agreed on the importance of having a successful co-operation and felt that the organization that is in place today fits both levels of education well. The municipalities are constantly evaluating and developing the organization that is in place to make everyone happy with what is being done. Preschool teachers, however, believed that primary school teachers could take more advantage of the knowledge gained in preschools. In one community, primary school teachers thought primary school children should visit their old preschool more often, as they thought the children tended to soon forget their school shortly after they graduated from it. All interviewees had the opinion that the school visits helped preschool children a great deal and that the children were more comfortable when starting primary school, having visited the school before. That way, they know the environment well at the beginning of primary school life and are also familiar with teachers working at the school. To make the co-operation even better, more dialogue between school levels may be needed.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni PDF Yfirlysing.pdf39,26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed-ritgerð-Lára-Dóra-Valdimarsdóttir.pdf651,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna