Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31626
Markmið mitt með rannsókninni var að kanna hvaða aðferðir hafa gefist vel til að styðja börn og foreldra af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Byggt er á líkani félagslegs hlutverks leikskólans sem tekur á málefnum félagslegs réttlætis, jafnréttis og einnig á málum er varða aðgengi, væntingar og þátttöku foreldra í leikskólastarfinu. Á evrópskum vettvangi er þetta grundvallaratriði í víðtækri skuldbindingu um að draga úr fátækt barna í öllum aðildarríkjunum og fylgir viðurkenningu á því að hágæða leikskólastarf hafi mikilvægu hlutverki að gegna og eigi að taka á ójafnræði frá upphafi barnæsku.
Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem fór fram í þremur leikskólum. Þátttakendur voru þrír leikskólastjórar, sex deildarstjórar og þrír foreldrar af erlendum uppruna en tekin voru hálfopin viðtöl við þá. Í þróun viðtalsramma var tekið mið af MEMOQ sem er sjálfsmatsskýrsla og einnig af spurningalistanum sem kallast „Fjölbreytni í myndinni“.
Helstu niðurstöður benda til þess að leikskólarnir þrír hafi mikilvægu og stóru félagslegu hlutverki að gegna. Meginþemun fimm sem komu fram við greiningu gagna og byggja á viðtalsrammanum eru: þátttökuaðlögun, börn, foreldrasamstarf, tenging við nærsamfélagið og starfsfólk leikskólans. Þátttökuaðlögun er mikilvæg aðferð fyrir leikskóla þegar tekið er á móti börnum og sérstaklega börnum af erlendum uppruna.
Í daglegu starfi gera starfsmenn leikskólanna þriggja sitt besta til að endurspegla heimamenningu barna og virða móðurmál þeirra með því að gera þau sýnileg og taka þau til umræðu. Þeir „fjárfesta“ í daglegum samskiptum við foreldra og stjórnendurnir eru alltaf tilbúnir að stíga skrefi lengra fyrir þá. Jafnframt reyna þeir að styðja við þátttöku foreldra í samfélaginu með því að tengja þá saman. Í þessum leikskólum eru þröskuldar sem hindra aðgang að leikskóla og öðrum stofnunum greindir og reynt að eyða þeim. Að auki eru leikskólarnir með mismunandi sambönd í nærsamfélaginu og það er kynnt fyrir börnunum í gegnum leikskólastarfið. Verkefnið lýsir því hvernig stuðlað er að réttlátara samfélagi hér á Íslandi í þessum þremur leikskólum.
The goal of the research was to explore what methods have been successful in supporting children and parents with foreign background to participate in Icelandic society. The research is based on the social function of early childhood education which deals with issues of social justice, equity and matters concerning access, expectations and participation of parents in early childhood education. At European level it is fundamental in a broader commitment to reduce child poverty in all the Member States, and it acknowledges that high-quality preschools play an important role in working against disadvantage from an early stage. The dissertation applies qualitative research based on semi-structured interviews that took place in three preschools. The participants were three preschool principals, six department managers and three parents of foreign origin.
The main findings indicate that the three preschools do fulfill an important social role. The main five themes that were identified during the process of data analysis and are based on the interview frame are: participation adjustment, children, parent participation, connection with the local community and the preschool staff. Participation adjustment is an important method for preschools when receiving children and especially children of foreign origin. In their daily work, the staff do their best to reflect children's home culture and respect their native tongue by making them visible and open for discussion. The three preschools invest in daily relationships with parents and are always prepared to go the extra mile for them. They also try to help parents to become part of society by connecting them to each other. The preschools analyze the thresholds that prevent access to the preschool and other institutions and try to lower the barriers. In addition, the preschools have different partnerships in the local community and introduce the children to this community through the preschool work. This thesis shows how these preschools contribute to a more just society here in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lieselot-Simoen_lokaverkefni.pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LieselotSimoen_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_.pdf | 217.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |