Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31627
Útikennsla og útinám hefur verið notuð í kennslu út um allan heim í fjölda ára með það að markmiði að auka við þekkingu nemenda með beinni reynslu. Í útikennslu er námið fært út fyrir kennslustofuna.
Hér á landi á útikennsla sér langa sögu í stefnumörkun í skólastarfi og kom fyrst fram í ritinu Lýðmennt frá árinu 1903 og síðar í námskrám fyrir skólastarf og eykst vægi útikennslunnar með hverri nýrri útgáfu hennar. Margvíslegan ávinning má sjá af notkun útikennslu, m.a. að börn læra betur á umhverfið sitt. Á sama tíma eru einnig ýmsar hindranir sem þarf að hafa í huga þegar kemur að útikennslu, m.a. veðurfar og þær hættur sem gætu leynst í umhverfinu. Markmið verkefnisins er að fá dýpri sýn á viðhorf kennara á yngsta stigi grunnskóla, sem hafa litla reynslu af útikennslu, til hennar.
Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við sex kennara, úr þremur skólum á landsbyggðinni, sem voru að koma að útikennslu í fyrsta skipti það skólaár sem rannsóknin var gerð. Við greiningu gagna var leitað eftir ákveðnum þemum úr viðtölunum sem náðu yfir mikilvæg viðfangsefni í rannsóknargögnunum, með tengingu við rannsóknarspurningarnar. Aðalrannsóknarspurningin er: Hver eru viðhorf kennara á yngsta stigi grunnskóla til útikennslu? Þessi spurning felur í sér þrjár undirspurningar:
• Hvaða tækifæri sjá kennarar á yngsta stigi grunnskóla í notkun útikennslu?
• Hvaða hindranir sjá þeir á því að nota útikennslu?
• Hverjir eru helstu áhrifavaldar þess að kennarar á yngsta stigi nota útikennslu í starfi sínu?
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu m.a. í ljós að helsti ávinningur sem viðmælendur sáu af útikennslu væru þau tækifæri sem gæfust til þess að dýpka námsefni sem verið væri að vinna að, með beinni reynslu nemenda af því. Niðurstöðurnar sýndu einnig að kennarar litu helst á veðurfarið hér á landi sem hindrun á að nota útikennslu sem og tímaskort. Helstu áhrifavaldar um hve vel tækist til við að byrja útikennslu að mati kennaranavar stuðningur samstarfsfólks, stefnumörkun skólans varðandi útikennslu og aðstaða til útikennslu við skólann.
Outdoor teaching and learning has been used worldwide for many years, with the goal of support childrens learning through experience. When teaching outside the children learn outside of the classroom.
In Iceland teaching outside the classroom has a long history in the policy and pedagogy, first you can read about it in the publication Lýðmennt from the year 1903 and then again in compulary school curriculum. The significance of outdoor teaching then grows in later publications of the curriculum. Many benefits can be seen from using outdoor teaching, for example that the kids learn more about their enviroment. On the same time there are some hindrances that you need to keep in mind when teaching outside, for example bad weather and dangers that might be hidden in the surroundings. The aim of this study is to get a deeper understanding on the views of teachers of the youngest children in compulsory school, that have little experience of
outdoor education.
Six semistructual individual interviews were taken with teachers from three schools in the countryside, those teachers all had in common that they were getting to know outside teaching for the first time in the school year that the reasearch was done. In the analyze of the data serten themes were looked for that covered important things in the research data, in connection in the research questions: What is the Prespective of Primary School Teachers to Outdoor Education? This question involves three suquestions:
What expectations do teachers from the youngest level in elementary school have to outside teaching?
What obstacles do teachers see in using outside teaching on youngest level in elementary school?
What are the main influences to teachers using outside teaching in their work on youngest level in elementary school?
The findings tells us, that the teachers saw the main benefit of teaching outside was the opportunity to deepen childrens understanding of the subject they were teaching, by giving them direct experience. The results also showed that the teachers saw the weather as the main hindrance in Iceland along with lack of time. The main influences to starting a good outside teaching was according to the teacher getting good support from co-workers, school policy on outside teaching and the area possible for outside teaching around the school.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil-LiljaÓskKristbjarnardóttir.pdf | 1,23 MB | Locked Until...2043/05/31 | Complete Text | ||
Yfirlýsing Lilja Ósk Kristbjarnardóttir.pdf | 260,84 kB | Locked | Yfirlýsing |