is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31628

Titill: 
 • Yfir og allt um kring ... í hring : myndlistakennsla og menntun til sjálfbærni í grunnskólum
 • Titill er á ensku Around and about ... the circle of life : sustainability and art education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, sem kom út árið 2011 og greinasviðshluta frá árinu 2013 eru skilgreindir sex grunnþættir menntunar. Eiga þeir að vera hafðir að leiðarljósi í námi og kennslu og í öllu skólastarfinu. Grunnþættir menntunar eru: læsi, sjálfbærni, jafnrétti, sköpun, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi. Til að skilja grunnþættina, hvað þeir fela í sér og hvernig hægt er að flétta þá inn í kennsluna, er mikilvægt fyrir kennara að kynna sér þá vel og hvernig má tengja þá við námsefni nemenda.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um grunnþáttinn sjálfbærni í myndmenntakennslu þar sem markmiðið er að finna leiðir í myndmenntakennslu sem eflir skilning nemenda á sjálfbærni og ýtir undir að þeir tileinki sér sjálfbærni í hugsun og verki. Ritgerðin er í tveimur hlutum þar sem fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun og seinni hlutinn inniheldur tillögur að verkefnum fyrir myndmenntakennslu. Í fræðilega hlutanum er fjallað um menntun barna á 21. öldinni og hlutverk list- og verkgreina í námi þeirra. Í kaflanum um menntun er komið inn á hvað fræðimenn menntunar, þeir John Dewey, Elliot Eisner, Ken Robinson og Howard Gardner, hafa skrifað um menntun barna, samfellu og fjölbreytileika í skólastarfi, þar sem leitast er við að efla jákvæða reynslu sem leiðir til frekara náms. Í skrifum sínum hafa þeir allir fjallað um mikilvægi þess að leggja áherslu á að efla skapandi og gagnrýna hugsun nemenda þannig að hugur og hönd vinni saman.
  Umræðan um sjálfbærni hefur aukist töluvert á undanförnum árum og hinn almenni borgari gerir sér betur grein fyrir mikilvægi þess að vinna að sjálfbæru samfélagi. Til að auka skilning á sjálfbærni og sjálfbærri þróun er farið yfir hvaðan hugtakið er sprottið og hvað menntun til sjálfbærni felur í sér. Skoðað er hvernig listamenn vinna að umhverfis- og samfélagslist með því að fjalla um ágreiningsmál er varða samfélagið og umhverfið í verkum sínum. Með verkum sínum vilja listamenn ná til almennings, vekja fólk til umhugsunar og skapa umræðu um þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir samfélagslega og í tengslum við nýtingu náttúrunnar. Þá eru meiri líkur á að fá viðbrögð almennings með breyttri hegðun og aðgerðum.
  Seinni hluti ritgerðarinnar er verkefnasafn með hugmyndum að verkefnum fyrir kennslu í myndmennt. Sum verkefnin eru hugsuð út frá því umhverfi sem bæjarfélagið mitt býður upp á sem er fjölbreytt náttúra, jarðhiti og mikill gróður. Verkefnin eru unnin með menntun til sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Markmið verkefnanna er að efla skilning nemenda, mennta þá í að vera gagnrýnir og skapandi einstaklingar sem hafa færni, þor og getu til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni er varða náttúru og samfélag.

 • Útdráttur er á ensku

  In the Icelandic National Curriculum Guide, General Section published in 2011 and Subjects Section 2013, the six fundamental pillars of education that should be kept in mind for education and teaching throughout the education system are defined. These fundamental pillars of education are: literacy, sustainability, equality, creativity, health and welfare, democracy and human rights. In order for teachers to understand these fundamental pillars, what they contain and how they can be incorporated into the teaching, it is important to study them thoroughly and know how to link them to the student's curriculum.
  The discussion in this essay is about the pillar of sustainability in visual arts education. Aim is set to find ways in visual arts education that enhance students' understanding of sustainability and to encourage them to adopt sustainability in their work. The essay consists of two parts, the first part being a theoretical discussion and the second part contains ideas for visual arts education projects. The theoretical part deals with the education of children in the 21st century and the role of arts and crafts in their learning. The educational scholars, John Dewey, Elliot Eisner and Howard Gardner are quoted for what they have written about children's education, continuity and diversity in school work, aimed to promote positive experiences that could lead to further education. They all discussed the importance that students focus on promoting creative and critical thinking where mind and hand work together.
  The debate about sustainability has grown considerably in recent years and has increased the public´s awareness of the importance of working towards a sustainable society. In order to increase understanding of sustainability and sustainable development, the discussion is focused on where sustainability has emerged from and what education for sustainability entails. View is put on how artists work with art form of environmental and social issues and how they deal with disputes about the community and the environment. Artists want to reach the public with their work and make people think about and discuss the problems that we are confronted with in our societies and nature. By underceiveing the public, the likelihood of getting response with changed behaviors and actions is increased.
  The latter part of the essay consists of a project library containing ideas for teaching in visual arts. Some of the projects are conceived by the surroundings of my own town which is diverse in nature, geothermal and vegetation. The projects are made with the aim of education towards sustainable development. The purpose of the projects is to enhance the student’s comprehension and to educate them in being critical and creative individuals having skills and ability to deal with topics related to nature and society.

Samþykkt: 
 • 9.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MG_skemman_yfirlysing_lokaverkefni1.pdf214.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed_lokaverkefni_Margret_Gisladottir.pdf721.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna