is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31629

Titill: 
  • Við erum öll á sama vagni : öll sem eitt - skólamenningaráætlun Álfhólsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er skólamenningaráætlun sem gerð var í stað eineltisáætlunar sem stuðst hefur verið við í Álfhólsskóla í Kópavogi fram til þessa. Markmiðið er að rýna í hugmyndir höfunda áætlunarinnar að leiðum til þess að efla góða skólamenningu. Rannsóknarspurningar voru: Í hverju felst skólamenningaráætlun Álfhólsskóla?
    Hvernig kemur skólamenningaráætlun í stað eineltisáætlunar?
    Hvernig telja höfundar skólamenningaráætlunar að efla megi jákvæða skólamenningu?
    Um er að ræða eigindlega rannsókn og voru tekin tvö hálfopin viðtöl við höfunda skólamenningaráætlunarinnar sem nefnist Öll sem eitt. Þátttakendur voru valdir eftir hentugleikaúrtaki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að skólamenningaráætlun getur spilað lykilhlutverk í að efla skólamenningu skóla. Um er að ræða heildstæða nálgun þar sem áætlunin tekur til alls skólasamfélagsins og birtist í öllum hliðum skólastarfsins. Í grunninn snýst áætlunin um að allir aðilar skólasamfélagsins vinni í anda lærdómssamfélags að sameiginlegum markmiðum um að skapa menningu þar sem öllum einstaklingum líður vel í sátt og samlyndi hver við annan, menningu þar sem ofbeldi og einelti líðst ekki. Meginmarkmið skólamenningaráætlunar er að vera leiðarvísir skólans um færar leiðir til að ná þessum markmiðum. Eineltisáætlun birtist í raun sem viðauki við skólamenningaráætlun sem viðbragðsáætlun um ofbeldi en ef markmiðum skólamenningaráætlunar er náð ætti einelti sjaldan eða aldrei að koma upp.
    Viðmælendur voru sammála um að til að efla jákvæða skólamenningu þurfi að efla sjálfsmynd og samvinnu allra einstaklinga innan skólasamfélagsins. Efla þurfi samræðu og samtal innan skólans og huga að því hvaða samskiptaleiðir eru samþykktar í menningu skólans. Til að leysa og koma í veg fyrir samskiptavanda sé mikilvægt að málsaðilar tali saman; segi hvað þeim finnst, hvernig þeim líður og hvert þeir stefna. Brýnt sé að einstaklingar innan skólasamfélagsins vinni markvisst að sameiginlegum markmiðum. Að mati viðmælenda eru bekkjarfundir mikilvægir til að efla skólamenningu og ættu þeir því að vera fastur liður hjá kennurum a.m.k. einu sinni í viku. Til þess að skólasamfélagið sé saman sett úr sterkum einstaklingum sem saman móta og viðhalda menningu sem einkennist af umburðarlyndi, virðingu, jákvæðum samskiptum og trausti, menningu þar sem ofbeldi og einelti líðst ekki, telja viðmælendur nauðsynlegt að nemendur séu nógu sterkir einstaklingar til þess að geta tekið sjálfstæðar, upplýstar ákvarðanir sem eru réttastar fyrir þá hverju sinni. Mikilvægt sé að leggja áherslu á að byggja upp einstaklinga með góða sjálfsþekkingu, sjálfsöryggi og samskiptafærni. Skólamenningaráætlun sem þessi gefur nemendum og kennurum verkfæri í hendur til að vinna að því markmiði.
    Lykilhugtök: Skólamenning, sjálfsmynd, bekkjarfundir

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this essay is the School Culture Program („skólamenningaráætlun”) Öll sem eitt that was established in Álfhólsskóli in Kópavogur to replace the Anti-Bullying Schedule that was in place. The purpose of the essay, is to consider the fundamental purpose of the creators of the Program. The main research question is: What does the School Culture program involve? The sub-research questions are: How does the School Culture Program replace the Anti-Bullying Schedule? What do the creators of the School Culture Program belive that can promote positive School Culture? In order to answer these questions a qualitative method was used and semi-structured interviews were conducted with the creators themselves of the School Culture Program. Interviewees were chosen by convenience sampling.
    The conclusion of this study is that the interviewees believe that a comprehensive School Culture Program can be a key factor in increasing school awareness among all parties within the school environment. It is a coherent approach as the program covers the entire school community and is displayed in all aspects of the school work. The plan is that all members of the school community work in the spirit of the learning community with common goals of creating culture where violence and bullying do not exist. The main goal of the School Culture Program is to be the schools guide to finding ways to achieve these goals. You can find the Anti-Bullying Scedule in appendix to the School Culture Program, but if the goals of the School Culture Program are reached, bullying should rarely or never take place.
    All those interviewed, agreed that in order to increase good school culture the selfesteem and co-operation of all parties within the school community had to be improved. Communication within the school needs to be constant and open dialogue established. Furthermore,consideration should be given to which channels are best in order to achieve this. In order to prevent miscommunication, it is important that all parties communicate, in an open and honest way, about their individual opinion, how they feel and what they want to achieve. Every individual within the school community needs to work towards certain common goals. According to the people interviewed, class meetings can play a significant factor in improving School Culture and should be held in every class once a week. In order to be able to create a school community that is based on open-minded and positive communication where individuals respect and trust each other and do not allow for any kind of violence or bullying, it is critical that all students are strong enough as individuals to be able to make their own informed decisions that are “right” for them every time. Therefore, it is paramount that the school helps students to grow as strong individuals with good self-awareness, self-esteem and
    communication skills. The aim of the School Culture Program is to give teachers and students tools to enable them to reach this goal.

Samþykkt: 
  • 9.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Ósk Marinósdóttir-M.ed.pdf1,44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf195,33 kBLokaðurYfirlýsingPDF