Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31630
Matur er öllum nauðsynlegur og er mikilvægt að fæðan sé vel samsett og innihaldi nauðsynleg næringarefni til að stuðla að góðri heilsu. Rannsóknir á mataræði barna og fullorðinna á Íslandi sýna að grænmetis- og ávaxtaneysla er of lítil. Manninum er eðlislægt að finnast sætt bragð gott en hafnar frekar beisku bragði sem er oft einkennandi fyrir grænmeti. Oft þarf nokkur skipti til þess að venjast nýju bragði.
Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til þess að fá börn til að borða fjölbreyttari mat en þar er lykilatriði að fá tækifæri til að kynnast honum. Ein aðferðanna kallast bragðlaukaþjálfun og er byggð á Sapere, sem á uppruna sinn í Frakklandi. Sapereaðferðin hefur verið innleidd í nokkrum löndum, þ. á m. Svíþjóð og Finnlandi. Rannsóknir sýna að börn eru frekar tilbúin til að smakka nýjan mat eftir Sapere-þjálfunina en hún hefur þó ekki verið rannsökuð mikið þrátt fyrir vaxandi vinsældir. Sapere-aðferðin snýst um að nota öll skilningarvitin, þ.e. sjón, lykt, heyrn, bragð og snertingu/áferð, til þess að meta og upplifa matinn. Með aðferðinni er börnum kennt að finna grunnbrögðin fimm sem eru; salt, súrt, sætt, beiskt og umami. Hægt er að samþætta Sapere við annað nám, s.s. tungumál og grænmetisræktun til að stuðla að meiri samþættingu í námsgreinum og að betri matarvenjum. Í kennslunni eiga nemendur helst að finna orð yfir það sem þeir skynja sem lýsir t.d. bragði, lykt eða áferð.
Í þessari ritsmíð voru prófaðar þrjár mismunandi æfingar sem voru: grunnbragðssmökkun, smökkun á missætri súrmjólk og smökkun á mismunandi tegundum grænmetis. Prófaðir voru þrír mismunandi hópar sem tóku þátt í æfingunum, einn námskeiðshópur og tveir hópar úr grunnskóla, nemendur voru á aldrinum 8-12 ára. Helstu niðurstöður úr bragðlaukaþjálfununum þremur sýndu að nemendur voru mjög hrifnir af sætu bragði en höfnuðu frekar beisku bragði. Þær niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir. Jafnframt kom í ljós að almennt þótti efnið skemmtilegt og passaði báðum aldurshópum vel. Hugsanlegt er þó að betra sé að vinna með efnið í bekkjarkerfi, en á námskeiði. Fróðlegt væri að prófa bragðlaukaþjálfun Sapere í skólum landsins.
Food is necessary for everyone and it is important that food is properly balanced and contains the necessary nutrients for good health. Research on the diet of children and adults in Iceland shows that the consumption of vegetables and fruit is too low. Humans intrinsically like sweet tastes, whereas the bitter taste often characteristic of vegetables tends to be rejected. Often several attempts are needed to become accustomed to a new taste.
Various ways have been tried to get children to eat a greater variety of food but the key point is to get an opportunity to become acquainted with it. One of the methods is called sensory education and is built on the French Sapere method that has been introduced in several countries, including Sweden and Finland. Research shows that children are more prepared to eat new food after Sapere training, but the method has not been studied much despite its growing popularity. Sapere is based on using all of the senses, i.e. sight, smell, hearing, taste and touch, in order to assess and experience the food. By using the method, children are taught to discover the five basic tastes, which are salty, sour, sweet, bitter and umami (savoury). Sapere can be integrated with other school subjects, such as languages and vegetable gardening, in order to promote greater integration in the subjects and better food habits. During the training, pupils are supposed to find words for what they sense and which describe, for example taste, smell or touch.
In this piece of writing, three different procedures were tested, namely tasting of the basic tastes, tasting of sour milk of various degrees of sweetness, and tasting of various kinds of vegetables. Three different groups of children aged 8-12 took part in the training, one course group and two groups from elementary school. The main conclusions from the three types of sensory education showed that pupils were very keen on sweet tastes but were more likely to reject bitter tastes. These results are in accordance with previous research. It also became clear that the material was generally felt to be enjoyable and was suited to both age groups. Nevertheless, it might be better to work with the material in the class system rather than in courses. It would be informative to try Sapere sensory education in Icelandic schools.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil_Olof_Saemundsdottir_pdf.pdf | 1,24 MB | Lokaður til...14.07.2054 | Heildartexti | ||
yfirlysing_skemman.pdf | 200,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |