is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31631

Titill: 
  • Verkefnastýrt nám : kennslufræðileg tilraun Raftækniskólans á árunum 2011-2017
  • Titill er á ensku Project-centered learning : a pedagogical experiment in Raftækniskólinn 2011-2017
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennsluaðferðir eru alltaf í þróun og undanfarna áratugi hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á nemendamiðaðar kennsluaðferðir. Lausnarleitarnám (problem based learning) og verkefnamiðað nám (project based-learning) eru aðferðir sem falla í þann flokk. Þó oft sé óljóst hvað aðgreinir þessar aðferðir, er einn megin munurinn sá að í verkefnamiðuðu námi er lokatakmarkið þekkt en nemandinn beitir þekkingu og aðferðum sem hann hefur tileinkað sér til að ljúka verkinu. Lausnarleitarnám gengur frekar út á að verða sér úti um þekkinguna við að leysa verkefnið. Í báðum tilvikum er mikið lagt upp úr hópavinnu. Í Raftækniskólanum hefur á síðustu árum, eða frá 2011, verið í gangi tilraun með verkefnastýrt nám þar sem námið er skipulagt á grundvelli verkefna sem nemandinn leysir. Stundatöflum var hent og nemendur setja upp sínar eigin áætlanir um framvindu og verklok. Markmið rannsóknarinnar er að skoða þessa kennslufræðilegu tilraun, upphaf hennar, þróun, kosti og galla. Skoðuð voru tiltæk gögn um framgang verkefnisins, þó einkum tekin viðtöl við stjórnendur, kennara og nokkra nemendur sem tóku þátt í verkefninu til að skoða hvernig það var hugsað, hvernig skipulagi og útfærslu var háttað og fá lýsingu á reynslu hlutaðeigandi af þessu kennslufyrirkomulagi. Niðurstöður sýna að verkefnastýrt nám, eins og það var skipulagt af Raftækniskólanum á margt skylt bæði með lausnarleitarnámi og verkefnamiðuðu námi þó það hafi ákveðna sérstöðu. Hún felst einkum í því að nemendur gátu haft stjórn á námshraðanum og ekki var lögð áhersla á hópavinnu. Það komu þó fram ákveðnar hindranir við innleiðingu og helst ber að nefna kjarasamninga kennara, en þeir voru að mati viðmælenda, helsta ástæðan fyrir að innleiðingin gekk ekki nægilega vel. Allir viðmælendur voru þó sammála um mikilvægi þess að þróa þetta verkefni áfram.

  • Útdráttur er á ensku

    Teaching methods are in constant development and the last decades have seen an increased focus on student-centered methods. Problem-based learning and projectbased learning are two student-centered methods that have increasingly been used in vocational and professional learning. The difference between these methods is often unclear, but one is that in project-based learning the final outcome is known and the students have to use their knowledge and skills to carry it out. Problem-based learning is more about acquiring the knowledge and skills while working on the problem. Teamwork is an integral part of both methods. Raftækniskólinn [School of Electrical Technology] has in the past few years experimented with project-centered learning; basing the program on project work which students complete at their own pace. The class schedule was discarded and the students plan their own work progress. The goal of the current research is to study this pedagogical experiment, evaluate the pros and cons, and document its progression. School leaders, teachers, and students that took part in the experiment were interviewed to better understand the reasoning behind the experiment, and how it was planned and implemented. In addition, available documents were scrutinized. The results show that project-centered learning, as it was implemented in Raftækniskólinn, has much in common with both problem- and project based learning, but is also unique. The main difference seen is that in Rafækniskólinn students could control their pacing and progression through the program, and there was no focus on teamwork. The Interviewees mentioned the teachers’ collective agreement as the biggest obstacle during the implementation and the main reason why the implementation didn’t go as well as planned. All interviewees shared the opinion that this project and teaching method, should be continued and developed further.

Samþykkt: 
  • 10.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_skemman.pdf31.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal_Ragnhildur Guðjónsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna