Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31632
Markmið: Einstaklingum hefur gengið erfiðlega að viðhalda árangri eftir að hafa sleppt taki á offitu og komist í kjörþyngd. Inngrip í formi skurðaðgerða eru talin vera árangursríkasta meðferðin til þess að ná tökum á offitu og viðhalda árangri til langs tíma. Þeirri meðferð geta fylgt alvarlegar afleiðingar. Mörg mismunandi úrræði eru í boði fyrir fólk í offitu hér á landi en ekki er til mikið af rannsóknum um árangur þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og venjur einstaklinga sem sleppt hafa taki á sjúklegri offitu og komist niður í kjörþyngd til yfirþyngdar án inngripa í formi skurðaðgerðar og viðhaldið árangrinum í tvö ár eða lengur.
Efniviður og aðferð: Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn byggð á hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum. Viðmælendur í rannsókninni voru fimm konur og einn karl á aldrinum 36–52 ára. Þau höfðu farið úr BMI 34–67 niður í 22–33 með fjórum mismunandi aðferðum og viðhaldið árangrinum í 2–10 ár.
Niðurstöður: Lykill að árangri viðmælenda er fólginn í breytingum á fæðuvenjum og að þeir viðhaldi þeim venjum sem þeir tileinkuðu sér í upphafi lífsstílsbreytingar. Vinna með hugarfarið er einnig mikilvægur þáttur í árangri viðmælenda. Þeir töluðu allir um að erfiðara væri að viðhalda árangrinum heldur en að sleppa taki á þyngdinni. Lífsgæði þeirra urðu mun meiri, almenn ánægja með sjálfan sig, aukið sjálfstraust, aukin félagsleg virkni og hversdagslegir hlutir urðu léttari.
Umræður: Hagnýtt gildi rannsóknarinnar undirstrikar mikilvægi þess að unnið sé með hugarfar einstaklings og aukna tilfinningalega meðvitund þegar gera þarf lífsstílsbreytingar til langframa. Mikilvægt er að aðstoða einstaklinga og færa þeim verkfæri til þess að læra að stilla hugarfarið af í samræmi við raunhæfar væntingar. Mismunandi fæðuvenjur virka fyrir einstaklinga í meðferð við offitu og þeir þurfa að vera tilbúnir að viðhalda þeim allt sitt líf.
Introduction: Individuals have been struggling to maintain successful weight loss. Surgical intervention is considered to be the most effective treatment for obesity for long-term effectiveness but it can have serious consequences. Many different resources are available for overweight people in Iceland, but there is limited research on their performance. The aim of the study was to investigate the experience and habbits of people who had gone from morbid obesity to normal weight or overweight without surgical intervention and who had maintained the results for two years or more.
Methods: A qualitative research approach where five women and one male between the ages of 36-52 years were interviewed using a semi-structure interview. Patricipants went from BMI 34-67 to 22-33 with four different methods and maintained the result for 2-10 years.
Result: Key to the success of the participants involves changing dietary habits and maintaining the habits they committed to at the beginning of the lifestyle change. Working with the mind was also a major contributor to success achieved. They all mentioned that it was more difficult to maintain the success attained than losing the weight. The quality of life was much improved, they were more confident, had increased self-esteem, were more socially active and the small things in life became easier.
Discussion: The practical value of the study underlines the importance of working with the mind and increasing emotional awareness. Individuals were given the tools to learn to adjust the mind in accordance with realistic expectations. Different dietary functions work for obese people and they must be willing to maintain them all their lives.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rebekka Sif Pétursdóttir.pdf | 1.53 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
rsp_yfirlýsing.pdf | 165.8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |