is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31634

Titill: 
  • „Mömmur eru aldrei með strákahár, ert þú pabbi?“ : sýn leikskólabarna á kyngervi í samskiptum og leik
  • Titill er á ensku „Moms never have short hair, are you a dad?“ : preschooler’s views on gender in communication and play
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn þar sem markmiðið er að varpa ljósi á hvernig sýn leikskólabarna á kyngervi kemur fram í samskiptum þeirra og leik. Strax við fæðingu, jafnvel fyrr, hefst kynbundin félagsmótun þar sem okkur er kennt hvað teljist viðeigandi hegðun með tilliti til kyns. Alls staðar endurspeglast kynbundin viðhorf og hugmyndir samfélagsins sem segja okkur hvað sé „stelpulegt“ og hvað „strákalegt.“ Þessu kynbundnu viðhorf hafa áhrif á líf barna allt frá unga aldri, og þar með á það hvernig þau staðsetja sig í samfélaginu. Viðhorfin geta þess vegna haft þau áhrif að öðru kyninu sé mismunað. Þátttakendur í rannsókninni voru 22 börn á aldrinum þriggja til fimm ára á einni deild í einum leikskóla. Gagnaöflun fór fram með þátttökuathugunum þar sem notaðar voru myndbandsupptökur í frjálsum leik barnanna, hópviðtölum og teikningum barnanna. Niðurstöður sýndu að sýn barnanna á kyngervi einkenndist af staðalímyndum um hvað það er að vera telpa eða drengur. Sjá mátti skýrar reglur sem gilda um leik og útlit kynjanna. Sem dæmi má nefna „stelpuliti“ og „strákaliti.“ Hugmyndir barna um útlit endurspegla vel þær staðalímyndir sem við lærum af samfélaginu. Börnin léku sér oftast í hópi sama kyns. Telpurnar léku sér oft í heimilisleik þar sem þær voru að raða upp dóti og voru oftar en ekki í hlutverki lítils barns eða mömmu. Drengirnir voru oft í karlkyns hlutverki og tóku aldrei annað til greina. Þeir léku sér meira í ærslaleik, notuðu minna leikefni og hreyfðu sig meira. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að leikskólakennarar þurfi að beina sjónum að upplýstri umræðu um jafnrétti kynjanna þar sem áhersla er lögð á að vinna gegn staðalímyndum um kynin.

  • Útdráttur er á ensku

    The study is a qualitative case study, the aim was to gain preschooler’s perspectives on gender. From the moment we are born, – even earlier – gender-based socialization begins, as we are taught what appropriate behavior in terms of our sex is. Everywhere around us there are gender-based attitudes and ideas of the society that tell us what is appropriate for girls and boys. These gender-based attitudes influence the life of children from a young age, affecting how they place themselves in the society. These attitudes and the influence from the society can have the effect that one of the sex is discriminated. The participants were 22 children at the age of three to five-year-old, in one department in one preschool. Data collection was performed with direct observation where the children’s free play was videotaped, with group discussions and the children’s drawings. The results of the study showed that stereotypes about what it means to be a girl and a boy defined the children’s perspectives on gender. It clearly showed the rules that dominate when boys and girls are playing and the rules about the appearance of the sexes. For example, concerning the colors appropriate for boys and the colors appropriate for girls. The children’s views on appearance show us the stereotypes about the sexes that we learn from the society. The children often played with children of the same sex. The girls often played house where they were arranging their toys, most of the time playing moms and the babies. The boys were often playing male roles, never female or the babies. They played action games, they did not use as much toys as the girls and they moved around a lot more. From the results of the study one could conclude that preschool teachers should put emphasis on informed discussions about gender equality in which they should stress the importance of working against the stereotypes about the sexes.

Samþykkt: 
  • 10.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Signý.Ósk.Sigurjónsdóttir.skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf379.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Signý Ósk Sigurjónsdóttir.pdf967.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna