is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31635

Titill: 
  • Verkefnamiðað nám
  • Titill er á ensku Project based learning
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefninu var að rýna í hugtakið nemendamiðað nám og beina athyglinni sérstaklega að verkefnamiðuðu námi (e. project based learning) vegna þess að það fellur afar vel að hugmyndafræði nemendamiðaðs náms. Nemendamiðað nám endurspeglast í grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá og lögum um grunnskóla, því það gerir meðal annars ráð fyrir samvinnu, sjálfstæði og virkni nemenda, sem og að nýta áhuga þeirra í skólastarfinu. Rannsóknir benda til þess að hér á landi sé kennaramiðað nám ríkjandi og að ekki sé mikil áhersla lögð á lýðræði í skólastarfi. Megináhersla virðist vera á námsbókakennslu og að komast yfir ákveðið efni, óháð því hvort nemendur nái að tileinka sér námsefnið eða nýta sér það. Þegar litið er til rannsókna á því hvernig börn læra má sjá að samþætting námsgreina, þar sem byggt er á fyrri þekkingu þeirra, sé afar vænleg til náms. Einnig að mikilvægt sé að nemendur geti tengt námið raunveruleikanum og sjái þannig tilgang með því. Í verkefnamiðuðu námi er áhersla lögð á persónulega hæfniþætti í gegnum samþætt verkefni sem standa yfir í lengri tíma. Hæfniþættirnir eru meðal annars gagnrýnin hugsun og lausnaleit, sjálfstjórn og samvinna, sem telja verður til 21. aldar hæfni en sú hæfni er talin nýtast nemendum í hverju sem þeir munu taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Nemendur rannsaka málefni sem hafa merkingu fyrir þá, tengjast raunveruleika þeirra og skapa sína eigin þekkingu. Verkefni sem þessi eru talin ýta undir dýpri skilning, virkni og frekari áhuga til náms. Meginniðurstaða verkefnisins er sú að full ástæða sé til að breyta kennsluháttum hér á landi þannig að hagsmunir nemenda til framtíðar verði hafðir að leiðarljósi. Verkefnamiðað nám er ein leið sem fara má að því marki. Með verkefninu fylgir vefsíða sem ætluð er fyrir kennara og foreldra. Þar má finna hagnýtar upplýsingar um verkefnamiðað nám og kennslu.Þar er einnig hugmyndabanki með verkefnum og verkfærum sem kennarar geta nýtt fyrir nemendur sína, auk kennsluleiðbeininga.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this master’s project is to analyse the concept student centered learning, with specific emphasis placed on project-based learning, given how fruitfully the latter concept aligns with the ideology of student centered learning. Student centered learning reflects the basic pillars of education, the national curriculum and laws on compulsory school education, all of which presuppose collaboration, independence and student participation, as well as
    facilitating their interest in the school work. Studies suggest that Icelandic compulsory school education is largely based on teacher centered learning and that there is little emphasis on democratic learning. The central focus seems to be on textbook teaching, seat work and covering certain subject areas, regardless of whether the students have gotten a firm grasp or are able to make use of the knowledge taught to them. Research focusing on the ways in which children learn shows that the integration of subjects, grounded on previous knowledge, is particularly conducive to learning. It is also important that students are capable of connecting their learning to everyday life and are therefore able to understand its purpose. Project-based learning places emphasis on personal skills through integrated projects which are organised over longer periods of time. The skills are, among others,
    critical thinking and problem-solving, self-control and collaboration, which count among the 21st century key competencies. This set of skills will then serve the students in whatever they choose to engage with in the future. Students research issues that are meaningful to them and connected to their reality, and in this way the students create their own knowledge. Projects such as these encourage deeper understanding, more active learning and further interest in learning. The main finding of this thesis is that there is good reason to alter the teaching methods in Iceland to best serve student’s future interests. Project-based learning is one way to reach that goal. A website accompanies this project which is intended for both teachers and parents. On the website can be found practical information concerning project-based learning and teaching. The website also lists ideas for projects and tools which teachers can use with their students, as well as teacher’s guides.

Samþykkt: 
  • 10.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigríðurHelgaSigurðardóttir-loka.pdf2,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf106,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF