is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31636

Titill: 
 • „Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið“ : upplifun sex deildarstjóra í leikskólum af faglegu lærdómssamfélagi
 • Titill er á ensku It's not always necessary to reinvent the wheel : the experience of head of department in preschools from a professional learning community
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í leikskólum starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga sem þarf að mæta ólíkum þörfum barna. Það getur verið krefjandi verkefni og til þess að ná utan um þau þarf að huga að stjórnunarþáttum. Margir stjórnendur hafa skoðað fagleg lærdómssamfélög sem leið til þess að leiða leikskólana sína þar sem þau þykja efla bæði liðsheild og starfsfólkið. Flestar rannsóknir á faglegum lærdómssamfélögum í leikskólum hafa beinst að sjónarhorni leikskólastjóra en ekki annarra stjórnenda. Forvitnilegt er því að vita hvernig deildarstjórar leiða sitt starfsfólk inn í faglegt lærdómssamfélag. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun deildarstjóra við að starfa í faglegu lærdómssamfélagi.
  Í þessari rannsókn var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex deildarstjóra í þremur leikskólum.
  Niðurstöður gefa til kynna að deildarstjórarnir upplifa leiðtogahlutverk sitt við innleiðingu og starf í lærdómssamfélagi með ýmsum hætti. Þeir töldu mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir starfsfólk sitt . Þeir leituðust við að vera leiðbeinandi og styðjandi við starfsfólk sitt og þeim fannst mikilvægt að starfsfólk deildanna fengi að fást við það sem þeir hefðu áhuga á
  Deildarstjórarnir töldu að traust væri mjög mikilvægt til þess að þeir gætu dreift ábyrgð sinni auk þess sem þeim þótti það ein af stóru áskorunum í faglegu lærdómssamfélagi. En hvernig þeir deila ábyrgðinni og hvetja starfsfólk sitt til að sýna frumkvæði fer talsvert eftir samsetningu starfsmannahópsins. Deildarstjórarnir dreifa mismunandi verkum meðal starfsfólksins eftir því hvort um er að ræða leiðbeinendur eða fagmenntaða aðila. Þeir deila daglegum verkum með bæði leiðbeinendum og fagmenntuðum kennurum en deila frekar hlutum eins og flóknum foreldrasamskiptum, sérkennslu og slíku með fagmenntuðum kennurum.
  Viðmælendur mínir voru allir á einu máli að stuðningur leikskólastjóra væri mjög mikilvægur í faglegu lærdómssamfélagi.
  Rannsóknin staðfesti það sem fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós, að skólamenning og öflug liðsheild er mikilvæg. Að lokum fannst þeim gríðarlega mikilvægt að allur starfsmannahópurinn hafi tækifæri til að ígrunda eigið starf og höfðu áhyggjur af því að ekki gæfist nægur tími til þess þegar fram líða stundir. Það er því mikilvægt að átta sig á því að á meðan faglegt lærdómssamfélag er til hagsbóta fyrir alla þá þarf að leggja í það tíma og vinnu til þess að það nái að vaxa og dafna.

 • Útdráttur er á ensku

  In preschools there is a diverse group of employees who must meet different needs of children. To cope with these challenging tasks, consideration must be given to leadership aspects. Many preschool leaders have begun to study professional learning communities as a way to lead the preschool. It is believed that department leaders can achieve a good team spirit with their staff when employees get to have something to say about their job. Most studies in professional learning societies have focused on the perspective of school leaders. Therefore, it is interesting to know how department leaders lead their staff into a professional learning community. The aim of the study is to highlight the experience of the departmental director when implementing a professional learning community.
  In this study, a proprietary research method was used, and interviews were conducted with six faculty members in three different preschools.
  The main findings indicate that the division leaders experience their leadership role in implementing and working in a learning community in a variety of ways. They considered it important to be a good role model for their staff. They sought to be instructive and supportive to their staff, and it was important that the staff members should deal with what they were interested in.
  The departmental leaders felt that trust was very important in order to distribute their responsibilities, as they considered one of the big challenges in a professional learning community.
  But how they share the responsibility and encourage their staff to show initiative depends a lot on the composition of the employee group. The departmental directors distribute different tasks among the staff, depending on whether they are mentors or professionals. They share daily works with both mentors and skilled teachers, but rather share things like complex parenting, special education, and so on with professional teachers.
  My interviewees were all in agreeance that the support of the preschool director was very important in a professional learning community.
  The study confirms what previous studies have shown that schooling and a strong team spirit are important. Finally, it was extremely important for all the staff to have an opportunity to reflect on their own job and they were worried that they did not have enough time in the future to do that. It is therefore important to realize that while a professional learning community is beneficial for all, it is necessary to make time and effort so it can grow and flourish.

Samþykkt: 
 • 10.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurrós Jóns Bragadóttir- M.ed verkefni 28.05.2018.pdf997.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_útfyllt.pdf32.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF