is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31638

Titill: 
 • Móttaka og kennsla barna flóttafólks í leikskólum á Íslandi : sjónarhorn deildarstjóra og sérkennara
 • Titill er á ensku Integrating and teaching children of refugees in kindergartens in Iceland : kindergarten teachers and special education teachers views.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn fjallar um aðlögun og kennslu barna flóttafólks í leikskóla á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að safna saman reynslu leikskólakennara, sem unnið hafa með börnum flóttafólks, um hvað hefur reynst vel varðandi móttöku og dvöl þessara barna í leikskólum og hvað betur mætti fara. Þá er litið sérstaklega til þátta eins og verkfæra í kennslu og samskiptum, undirbúnings og samstarfs við aðrar stofnanir. Unnið er út frá eigindlegri aðferðafræði þar sem gagna var aflað með viðtölum við leikskólakennara í fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er skoðuð út frá sjónarhorni leikskólakennara á móttöku og kennslu barna flóttafólks í leikskóla og hvað þarf að hafa í huga við það starf sem er frábrugðið starfi með öðrum börnum í leikskólum. Rannsóknarspurningin er tvíþætt 1) Hvað þarf að hafa í huga við móttöku og dvöl barna flóttafólks í leikskóla og á leikskólagöngu þeirra? 2) Hvernig er best að standa að slíku ferli?
  Fyrri rannsóknir á Íslandi hvað leikskóladvöl barna flóttafólks varðar hafa að mestu leiti verið gerðar út frá sjónarhorni barnanna og foreldra þeirra. Þessar rannsóknir eru afar fáar og engin þeirra snýr sérstaklega að leikskólabörnum. Því taldi rannsakandi mikilvægt að fá sýn leikskólastarfsmanna á móttöku og námi barnanna. Þó eru Hanna Ragnarsdóttir og Susan Rafik Hama að ljúka við rannsókn þar sem fram koma sjónarhorn kennara sem taka á móti börnum kvótaflóttafólks. Þessi rannsókn er þó frábrugðin meðal annars að því leyti að hún beinir athygli að sjónarhorni leikskólastarfsfólks sem hefur tekið á móti börnum kvótaflóttafólks og börnum fólks sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákveðnar aðferðir og verkfæri reynast vel í samskiptum við börnin, svo sem sjónrænt skipulag og að leggja orð á athafnir, og notkun túlka og vefsíðunnar google.translate.com í samskiptum við foreldra þeirra. Einnig kemur fram að þörf er á aukinni fræðslu frá öðrum stofnunum og frekara samstarfi þar á milli til að styðja betur við kennara.

 • Útdráttur er á ensku

  This study is about integrating and teaching children of refugees in kindergartens in Iceland. The purpose of this study is to collect the experiences of teachers, who have worked with children of refugees, what has worked well about the integration and teaching of these children in preschools and what could go better. The study specifically looks to things like tools in teaching and communication, preparation and collaboration with other institutions. This is a qualitative research where data is collected by taking interviews with kindergarten teachers in four kindergartens in the capital area of Iceland. The study is done from the viewpoint of the kindergarten teachers on integrating and teaching children of refugees and what to keep in mind about that work that is different from working with other children. The research question is twofold 1) what is necessary to keep in mind when integrating and teaching children of refugees in kindergartens and about their schooling? 2) What is the best way to go about that process? Former studies in Iceland on the subject of children of refugees and their stay in kindergartens have mostly been done from the viewpoint of the children and their parents. Those studies are very few and none of them is specifically aimed at children in kindergartens. That is why this researcher thought it important to get the teachers view on the subject. Hanna Ragnarsdóttir and Susan Rafik Hama are however completing a study of the views of teachers of refugee children that have been invited to the country by the government in their care. This study is different from that one because here we search the views of teachers that have received children of all kinds of refugees, also asylum seekers.
  Results of this study indicate that certain methods and tools work well in communication with the children and their parents. Other findings relate to the need for more information from other institutions and more collaboration between institutions and personnel to support teachers better.

Samþykkt: 
 • 10.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
silja_guðbjörg_hafliðadóttir_lokaskil.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð verkefnis_silja.pdf1.57 MBLokaðurYfirlýsingPDF