is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31639

Titill: 
 • „Við erum í forréttindahverfi“ : starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði kennara í grónum millistéttarhverfum
 • Titill er á ensku „We are in a privileged neighborhood“ : the working conditions and professional autonomy of teachers in middle class neighborhoods
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á íslenska menntakerfinu sem kenna má við hugmyndafræði nýfrjálshyggju. Á sama tíma hefur stefna um skóla án aðgreiningar verið innleidd og er talið að áhrif þess að innleiða tvær menntastefnur innan sömu stofnana hafi skapað togstreitu. Því hefur verið haldið fram að hugmyndir nýfrjálshyggju grafi jafnvel undan þeirri hugmyndafræði sem stefna um skóla án aðgreiningar grundvallist á. Þessar breytingar hafa haft áhrif á starfsumhverfi kennara, faglegt sjálfstæði þeirra og fagmennsku.
  Þrátt fyrir að starfsumhverfi kennara hafi mikil áhrif á starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði þeirra hefur þessi vettvangur ekki verið mikið rannsakaður hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvernig kennarar í skólum sem staðsettir eru í grónum millistéttarhverfum upplifa starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði. Rannsóknin er Bourdieuísk tilviksrannsókn og byggir á eigindlegum hálfopnum viðtölum við sex kennara í fjórum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er stuðst við töluleg gögn frá Hagstofu Íslands er varða félagslegt samhengi skólanna.
  Þátttökuskólar voru valdir með það í huga að þar væri hátt hlutfall foreldra í milli- og efristétt. Niðurstöður tölulegra gagna leiddu í ljós að vaxandi samþjöppun menningarauðs og/eða efnahagsauðs hefur átt sér stað meðal foreldra í hverfum þátttökuskóla rannsóknarinnar og að minnsta kosti tveir þriðju nemenda eiga foreldri með háskólamenntun í öllum skólunum. Í eigindlegum viðtölum lýstu viðmælendur foreldrahópnum sem vel menntuðum og metnaðargjörnum og sögðu að foreldrar gerðu kröfur til skólastarfsins og kennaranna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kennarar upplifa erfiðleika við að starfa eftir opinberri menntastefnu og að kröfur og álag hafa aukist. Starfið er orðið þjónustumiðaðra og faglegt sjálfstæði kennara takmarkaðra en áður, sem hefur haft neikvæð áhrif á fagmennsku. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á svipaðar niðurstöður, að á síðustu árum hafi dregið úr faglegu sjálfstæði og fagmennsku kennara. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að stéttarstaða foreldra hafi áhrif á skólagöngu barna, þá sérstaklega staða millistéttarforeldra. Þeir hafi völdin á skólavettvangi og áhrif á mótun skólastarfs. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif samþjöppunar menningarauðs á starfsumhverfi kennara á Íslandi og þessi rannsókn því mikilvægt innlegg á vettvangi menntunar.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, the Icelandic education system has undergone major changes, as in many parts of the world, which can be attributed to the ideology of neoliberalism. At the same time, inclusive education policies have been implemented and it is believed that the effect of implementing two education policies within the same institutions creates a conflict of interest. It has been maintained that ideals of neoliberalism may even outweigh the ideology that is based on the principle of inclusive education. These changes have affected the working environment, professional autonomy and professionalism of teachers.
  Although the working environment of teachers has a major impact on their working conditions and professional autonomy, this field has not been widely investigated in Iceland.
  This research is part of a larger study conducted by my supervisor on the professional independence of teachers in different social school environments (funded by the University of Iceland Research Fund, HÍ, 2016, nr. 022011470). The aim of this study is to investigate how teachers in schools located in middle class neighborhoods experience their working conditions and professional autonomy.
  The study is a Bourdieu case study, based on qualitative semi-open interviews with six teachers in four neighborhoods in the metropolitan area, as well as statistical data from Statistics Iceland relating to the social context of the schools.
  The schools selected for the study were all located in areas with a high proportion of middle and upper class parents. The results of statistical data revealed increasing concentration of cultural and/or economical capital among parents in the neighborhoods of the participating schools, and at least 2/3 of the students in all schools have a parent with a university education. In qualitative interviews, interviewers describe the parents as well-educated, ambitious and demanding towards the school. Also, the findings indicate that teachers experience increased and more complex requirements. In the opinion of the interviewers, the job has become service-oriented and professional autonomy has been reduced, which has had a negative impact on professionalism. Other studies have shown similar results, i.e. that the professional autonomy and professionalism of teachers has decreased. Research has also shown that the social status of parents affects childrens’ education and especially the status of middle class parents. They have the power at school and affect the formulation of school work. Few studies have been conducted in Iceland about the impact of concentration of cultural capital on teachers' work environment, and this research is therefore an important contribution in the field of education.

Samþykkt: 
 • 10.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Solveig-Edda-Ingvarsdottir_vor2018.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sólveig_Edda_Ingvarsd_skemman_yfirlysing.pdf33.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF