is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3164

Titill: 
 • Foreldrasamstarf: könnun meðal kennara og foreldra í leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B. Ed. - prófs við leikskólabraut hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri vorið 2009. Í ritgerðinni er fjallað um foreldrasamstarf, hvað í því felst og hvernig leikskólakennarar geta undirbúið sig sem best undir samstarfið. Ég valdi að skrifa um foreldrasamstarf þar sem mér fannst ég þurfa meiri þekkingu á efninu. Einnig fannst mér að oft vantaði bæði umfjöllun og umræðu í leikskólum um foreldrasamstarf almennt og að kennarar og foreldrar líti jafnvel á samstarfið sem sjálfsagðan hlut sem lítið sem ekkert þarf að hafa fyrir.
  Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta, sá fyrri fjallar almennt um foreldrasamstarf og aðferðir en í seinni hlutanum er sagt frá niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir foreldra og kennara í einum leikskóla.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar fjalla ég um sögu foreldrasamstarfs og einnig eru nefndir til sögunnar nokkrir fræðimenn sem fjallað hafa um mikilvægi foreldrasamstarfs í gegnum tíðina. Flestir þeir sem koma að starfi leikskóla á einn eða annan hátt vita að foreldrasamstarf er mikilvægt. En hvers vegna er það mikilvægt? Þeirri spurningu reyni ég að svara og kem með dæmi um nokkrar aðferðir í foreldrasamstarfi sem eru gjarnan notaðar í leikskólum hér á landi.
  Í tengslum við lokaverkefnið lagði ég fram könnun um foreldrasamstarf meðal foreldra og kennara í sex deilda leikskóla í einu af stærri sveitarfélögum landsins. Í seinni hluta ritgerðarinnar fjalla ég um niðurstöður hennar. Með könnuninni vildi ég skoða væntingar foreldra og kennara til foreldrasamstarfs og hvort þær væntingar fari saman. Lagður var fram spurningalisti í hólf allra barna og inn á deildir fyrir alla kennara. Spurningalistinn samanstóð af átta spurningum sem tengdust foreldrasamstarfi á einn eða annan hátt. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að foreldrar og kennarar hafa mjög svipaðar væntingar til foreldrasamstarfs þó að áherslurnar séu ef til vill eitthvað mismunandi. Fram kemur hjá bæði foreldrum og kennurum að þeir viti ekki nægilega mikið um foreldrasamstarf og styrkir það grun minn um að það vanti umfjöllun um foreldrasamstarf bæði meðal kennara og eins milli foreldra og kennara.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 2.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild_fixed.pdf325.06 kBLokaður"Foreldrasamstarf: könnun meðal kennara og foreldra í leikskóla" - heildPDF