is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31640

Titill: 
 • Námsefni í myndmennt til stuðnings vendinámi
 • Titill er á ensku Educational material in visual art in support of flipped learning
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að skoða vendinám og í framhaldi af því búa til námsefni í myndmennt sem nýtist og styður við vendinám. Vendinám er nýleg aðferð sem er til þess fallin að styðja við nemendur á tímum upplýsingatækninnar því vendinám byggir á því að hefðbundin kennsla eins og fyrirlestrar fara fram heima en kennslustundirnar í skólanum eru nýttar til að fara meira á dýptina í námsefninu þar sem kennarinn leiðbeinir nemendum í gegnum ýmiss konar verkefnavinnu. Skiptist því verkefnið í tvo hluta, greinargerð og námsefni. Í greinargerðinni er vendinám skoðað frá ýmsum hliðum, farið er yfir helstu rannsóknir og helstu kosti námsins og einnig rýnt í galla þess.
  Námsefnið er unnið með hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla til hliðsjónar og samanstendur af myndböndum, örverkefnum og kennsluverkefnum. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og fjalla um grunnatriði er snúa að litafræði og myndbyggingu og henta vel í vendinámi sem heimavinna og einnig fyrir nemendur til að skoða þegar þeim hentar. Örverkefnin eru gerð til að styðja við myndböndin og virkja nemendur og tengja saman myndböndin og kennsluverkefnin. Kennsluverkefnin eru svo til að nýta í kennslustofunni og fá nemendur til að íhuga og ræða námsefnið og ná betri skilningi á efninu. Myndböndin og verkefnin eiga að gera nemandanum kleift að geta tekið meiri ábyrgð á eigin námi, farið meira og dýpra í námsefnið og fengið fjölbreyttari og betri kennslu. Kennarar eru ekki lengur í hlutverki miðlara sem hafa öll svör á reiðum höndum heldur eru þeir komnir í hlutverk leiðbeinenda sem aðstoða nemendur í gegnum námið.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to review and discuss flipped learning followed by making educational material that is to be used for flipped learning in art education. Flipped learning is a rather new method that is aimed at supporting students in times of information technology and is based on the fact that traditional teaching methods like lectures are conducted at students' home and in school the teacher uses his time with his students to further develop their understanding of the subject at hand and is more project based. The thesis is two fold, a theoretical section about flipped learning and educational material. In the theoretical overview flipped learning is reviewed and discussed through articles and researches. Also the pros and cons of flipped learning are looked at.
  When working on the educational material the curruculum will be taken into consideration and consists of videos, small projects and educational projects. The videos are short and get right to the point of the subject, which are basics in color theory and composition, and are good as homework and for students to look at when they need to. The small projects are made to support the videos and to motivate students and act like a bridge between the videos and the educational projects. The educational projects are for use in the classroom where the students get to reflect and talk about the educational material with the aim to understand it fully. The videos and the projects are supposed to make it easier for students to take more responsibility for their education, and deepen their learning on some subjects that they are interested in and get more variation in their learning and better teaching. Teachers are no longer playing the part of presenter of information but have assumed the role of a mediator that assists his students through their education.

Tengd vefslóð: 
 • https://www.myndmenntaflipp.com/
Samþykkt: 
 • 10.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
greinagerð.pdf625.99 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
verkefnahefti.pdf1.77 MBOpinnVerkefnaheftiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf156.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF