is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31641

Titill: 
  • Sálfélagslegur ávinningur af hundahaldi fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda
  • Titill er á ensku Psychosocial benefit of pet dogs for children with behavioral and emotional problems
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að leita eftir sýn foreldra á sálfélagslegan ávinning hundahalds fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda. Hundurinn hefur fylgt manninum lengi. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið á hundahaldi hefur komið fram að hundurinn gegni fjölbreyttu hlutverki í lífi manna og að ávinningur þess geti birst með margvíslegum hætti. Hlutverk hundahalds hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi og byggist nýmæli rannsóknarinnar á því að fá innsýn sex foreldra sem eiga börn með hegðunar- og tilfinningavanda til hlutverk hunds í lífi barna þeirra. Tekin voru sex hálfopin djúpviðtöl við foreldra barna með hegðunar- og tilfinningavanda. Þar var leitast við að fá fram djúpa sýn þeirra á líðan og hegðun barna þeirra áður en hundur kom á heimilið og eftir að þau eignuðust hund. Við þemagreiningu gagnanna komu fram þrjár meginniðurstöður. Í fyrsta lagi var það reynsla allra foreldranna að það að eiga og annast hund hafi bætt líðan barnanna og jákvæða hegðun bæði í leik og starfi. Í öðru lagi upplifðu foreldrarnir að hundahaldið efli ábyrgðartilfinningu barnanna. Í þriðja lagi kom fram hjá foreldrunum að börnin upplifa hundana sem besta vin sinn og það að annast hann hafi hafi styrkt þau félagslega. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að hundahald geti verið góð leið til að hlúa að vellíðan og félagsfærni barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this qualitative study is to gain a deep insight into parents‘ views on the psychosocial benefits, for children with behavioral and emotional problems, of owning and taking care of a dog. The dog has been regarded as a man‘s best friend for a long time. Research on dog ownership has revealed that the dog serves a diverse role in the life of humans and that the benefits of this relationship can manifest in various ways. This research topic has not received much attention in Iceland. The novelty of this research is to get a view and understanding of six Icelandic parents of children with behavioral and emotional problems on the role of a dog in their children‘s life. Semistructured interviews were taken with the parents to understand their insight and attitudes towards the behavior and wellbeing of their child before and after the dog arrived in their household. The main findings were threefold. Firstly that it was the experience of all the parents that to own a dog had improved the wellbeing and positive behavior of the children in all aspects of their live. Secondly that owning a dog had increased the childrens‘ responsibility. Thirdly the parents described that the children regarded their dog as their best friend and that taking care of it had strengthened their social skills. The findings indicate that having a dog is a good way to foster the wellbeing and social competence of children with behavioral and emotional problems.

Samþykkt: 
  • 10.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sálfélagslegur ávinningur af hundahaldi fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda.pdf790.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlýsing_ÁgústaDúa.pdf176.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF