is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31642

Titill: 
 • Deildarstjórar í leikskólum : ákvarðanataka, vald og samskipti við aðra stjórnendur
 • Titill er á ensku Preschool departments : decision making, authority and communication with other managers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á störf deildarstjóra í leikskólum. Þá var sérstaklega skoðað hvernig þeir taka ákvarðanir þegar leysa þarf erfið starfsmannamál, hvernig þeir skynja vald sitt og að lokum hvernig þeir horfa á samskipti sín við aðra stjórnendur. Flestir deildarstjóranna voru með margra ára reynslu að baki sem deildarstjórar.
  Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum við sex deildarstjóra sem allir höfðu áralanga reynslu af leikskólastarfi og flestir þeirra starfað sem deildarstjórar til margra ára. Viðtölin voru hálf opin þar sem leitast var við að fá fram viðhorf deildarstjóranna til starfs síns með tilliti til ákvarðanatöku í erfiðum starfsmannamálum og hvernig deildarstjórarnir skynja vald sitt. Einnig voru skoðuð samskipti á milli deildarstjóra og annarra stjórnenda í leikskólunum. Til þess að undirbúningur viðtala væri sem bestur fór rannsakandi einnig í vettvangsathugun til þess að styrkja úrvinnslu viðtalanna.
  Helstu niðurstöður sýna að deildarstjórar telja sig hafa mikið vald innan leikskólans. Þeir skynja það á þann hátt að þeir eru stjórnendur á sinni deild og hluti af stjórnendateymi skólans. Þeir hafa mikla ábyrgð og finna fyrir trausti skólastjórnenda. Flestir telja sig hafa vald yfir starfsfólki sínu og eiga því auðveldara með að taka á erfiðum starfsmannamálum, þó slík mál séu alltaf erfið. Að mati deildarstjóranna er litla aðstoð að fá frá skólastjórnendum þegar leysa þarf erfið starfsmannamál. Þeir telja skólastjórnendur veigra sér við að taka á slíkum málum sem veldur því að starfsmenn sem enginn vill hafa á deildinni flækjast á milli deilda. Niðurstöður sýna einnig að samskipti á milli stjórnenda í leikskólanum eru góð og þrátt fyrir lítinn stuðning í málefnum erfiðra starfsmanna, eru stjórnendur styðjandi í starfi og traust og virðing ríkir á milli allra í stjórnunarteyminu.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper seeks to highlight the positions of department heads in preschools. In particular, it was examined how they made decisions when it came to difficult employee issues, how they perceived their power and finally, how they saw their relationships with other colleagues of managerial positions. Most of the department heads had extensive years working in the same position.
  In this study, qualitative research method was used in obtaining data from interviews with six department heads, all of whom had extensive years of experiences in preschool work and most of them worked as department heads for many years.
  The interviews were half open, as efforts were made to get hold of how the department heads viewed their work with regards to decision making on difficult employee issues and how they themselves perceived their power.
  The relationship between the department heads and other colleagues of managerial positions was also studied. For better preparation of the interviews, some field work was required. The main findings show that the department heads believe they have high levels of authorities within the preschool. They perceived it in such a way that they are managers in their departments and are very much part of the school's management team
  They have high levels of responsibilities and they find that they can trust their school administrators. Most of them find that they have authority over their staff which makes it easier for them to handle difficult employee issues, although such issues are always difficult.
  In their opinion, there is little assistance from school administrators when it comes to difficult employee issues. They consider school administrators as not wanting to deal with issues concerning employees that no department wants and in the end these employees move from department to department.
  The results also show that relationships between employees holding managerial positions within the preschools is good, and despite getting little support on dealing with issues of difficult employees, the school administrators are supportive to the workforce and there is trust and respect among everyone in the management team.

Samþykkt: 
 • 10.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eyja_bryngeirsdottir-16maí.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf47.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF