is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31643

Titill: 
 • Núvitund fyrir börn með hegðunarvanda : "kennir einstaklingnum að þekkja tilfinningar sínar"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir á hegðunarvanda barna hafa leitt í ljós að hann hefur aukist hjá börnum á grunnskólaaldri. Í könnun á starfi íslenskra grunnskólakennara frá árinu 2006 og 2012 kom fram það viðhorf kennaranna að álag í starfi þeirra hafi aukist mikið og vísuðu þeir iðulega til hegðunarvanda nemenda í því sambandi. Áhugi fræðimanna hefur því í auknum mæli beinst að því að skoða hvaða þættir tengjast hegðunarvanda barna og hvernig megi styðja við þessi börn bæði í leik og starfi.
  Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að skoða upplifun foreldra barna með hegðunarvanda og kennara þeirra af birtingarmynd vandans. Jafnframt verður leitað eftir viðhorfum þeirra til úrræða vegna hegðunarvanda barna svo og til þess hvort ástundun núvitundar gagnist börnunum. Sem hluti rannsóknarinnar hélt rannsakandi tvö núvitundarnámskeið fyrir tíu grunnskólabörn þar sem fjögur þeirra voru með einhvers konar hegðunarvanda. Sex vikur liðu milli námskeiða en alls mættu börnin í tólf skipti. Eftir hvert námskeið voru tekin djúpviðtöl við mæður þeirra fjögurra barna sem voru með hegðunarvanda, kennara þeirra tvo og börnin sjálf. Viðtölin voru því næst afrituð og þemagreind.
  Meginniðurstöður gáfu til kynna að börn með hegðunarvanda eigi erfitt með að fara að fyrirmælum og að bæði foreldrar og kennarar séu oft ráðalausir í því efni. Úrræði séu af skornum skammti og mikil bið eftir sérfræðiaðstoð. Niðurstöður gáfu jafnframt til kynna að ástundun núvitundar geti verið gagnleg fyrir börn með hegðunarvanda en að hún komi ekki í staðinn fyrir önnur inngrip. Uppeldishættir foreldra skipti sköpum í því að vinna með hegðun barnanna. Þá skipti máli að í nærsamfélagi barnanna sé boðið upp á ýmis þau stuðningsúrræði sem gagnreyndar rannsóknir hafi sýnt að hjálpi börnum með hegðunarvanda. Í rannsókninni er rætt frekar um niðurstöður og mikilvægi þess að rannsaka þetta viðfangsefni betur.

 • Útdráttur er á ensku

  Current research on conduct disorders in children has indicated that behavioral problems are becoming an increasing problem amongst primary school children. A survey carried out in 2006 and 2012 amongst Icelandic primary school teachers also suggested that stress levels are rising in teachers‘ daily tasks and they frequently relate to the students’ difficult behavior in that context. Academics have therefore become more interested in looking into which aspects are rooted in the children´s behaviour problems and how those children could be supported in daily life.
  The purpose of this qualitative study is to interview parents who have children with a conduct disorder and firstly, to get their views and experiences as well as their teachers’ on the manifestation of the childrens’ conduct disorders. Secondly, to enquire about their experience of existing resources offered to children with behavioral problems. Thirdly to get the parents’, teachers’ and the children’s experience on a mindfulness exercise offered to the children. Part of the study involved the researcher’s organization of two mindfulness courses for ten primary school children, of which four had a conduct disorder. The two courses were held in the children’s school. They were held six weeks apart and the children attended twelve times in all. After each course, the mothers as well as two teachers and the children themselves were interviewed. The interviews were then transcribed and analysed by used theme analysis.
  The main results indicated that children with conduct disorders find it difficult to follow instructions and that both parents and teachers are often helpless when faced with that in their upbringing. Few solutions are being offered and waiting lists for getting experts´ service are long. The results also indicated that practicing mindfulness can be useful for children with behavioral problems but that it can´t replace other interventions. Also, that the parenting methods play a pivotal role when dealing with the children´s behavioral problems. It is also important that the children’s immediate environment offer supportive solutions that evidence-based research has proven to benefit children with conduct disorders. This study further discusses the present findings and the importance of further research in this field.

Samþykkt: 
 • 13.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing SKEMMAN.pdf214.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Núvitund fyrir börn með hegðunarvanda_ Kennir einstaklingum að þekkja tilfinningar sínar.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna