Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31644
Andleg heilsa er lykilþáttur í velferð barna. Tilfinningavandi barna spáir fyrir um geðraskanir og fleiri þætti sem dregið geta úr farsæld fólks á fullorðinsárum. Hlúa þarf því að vellíðan barna bæði með því að fyrirbyggja tilfinningavanda og veita þeim börnum stuðning sem við hann glíma. Börn á grunnskólaaldri verja stórum hluta dagsins í skólanum og því er samvinna heimilis og skóla mikilvæg þegar kemur að vinnu með tilfinningavanda barna. Í rannsókn þessari voru tekin sex eigindleg djúpviðtöl til að fá fram innsýn í væntingar og upplifun foreldra, kennara og námsráðgjafa af hlutverki heimilis annars vegar og skóla hins vegar gagnvart börnum með tilfinningavanda. Í niðurstöðum kom fram að allir þátttakendur töldu tilfinningavanda barna hafa aukist. Starfsfólk skóla sagði hegðunarerfiðleika nemenda vera stærsta vandamál skólanna í dag og töldu samfélagsbreytingar mögulega skýringu þess; aukið álag á foreldra og meiri notkun stafrænna miðla. Allir þátttakendur voru sammála um að góð samskipti heimilis og skóla væri grunnforsenda þess að vinna með vandann og grípa þyrfti fyrr inn í með markvissum úrræðum og forvörnum í skólanum. Foreldrar nefndu að oft væri erfiðleikum bundið að fá stuðning, bæði vegna álags í skólunum og vegna þess að greining er oft forsenda stoðþjónustu. Hjá starfsfólki kom fram að fjöldi barna með tilfinningavanda væri orðinn það mikill að erfitt væri fyrir skóla að bregðast við sökum álags og skorts á starfsfólki með sérþekkingu. Allir þátttakendur voru sammála um að löng bið barna eftir stuðningi væri óásættanleg og að auka þyrfti stuðning og ráðgjöf í skólunum bæði fyrir kennara, foreldra og börn.
Lykilorð: Tilfinningavandi, hegðunarvandi, hlutverk foreldra, hlutverk skóla, forvarnir, stuðningur, samskipti, börn, velferð barna.
The mental health of children is a key factor in their overall wellbeing. Emotional problems of children are a predictor of mental disorders and other factors that can affect their success in life. Therefore, special care has to be taken to ensure the wellbeing of children in order to prevent emotional problems and proper support has to be provided for children that are already dealing with these problems. Children in elementary school generally spend the majority of their day at school and therefore the collaboration between schools and families is paramount to facilitate necessary support for children suffering from emotional problems. In this research, six in-depth interviews were taken to gain insight of the perceptions and expectations of parents, teachers, and a school counselor of the role of family on the one hand, and the role of the school system on the other, towards children with emotional problems. The results revealed that all participants considered the number of children dealing with emotional problems to be growing. School staff reported that behavioral difficulties were the biggest problem facing schools today. These difficulties might, in their opinion, stem from changes in social behavior i.e. increased strain on parents and increased usage of digital media. All participants agreed that good communication between schools and families form the foundation for early interventions to prevent emotional problems and that effective efforts must be applied at an early stage. The parents reported that at times, getting the necessary support for their children was difficult in part because of the overload of cases and that diagnosis is often a prerequisite for support. School staff also reported that the overload of cases has presented difficulties for the school system to react. Because of this strain, more personnel with expertise on emotional problems of children is needed. Lastly, all participants agreed that the long waiting period for support is unacceptable and that proper support and counseling for teachers, parents, and the children has to be increased.
Keywords: Emotional problems, behavioral problems, role of parents, role of school, communication, support service, children, prevention, wellbeing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Júlíana_Ármannsdóttir_MA.pdf | 1.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 skráð.pdf | 210.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |