is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31649

Titill: 
  • "Þetta gengur síðan alltaf, en þetta gæti gengið miklu betur" : viðhorf forstöðumanna til starfs á frístundaheimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið er um rannsóknir og efni um frístundaheimili og innra starf þeirra á Íslandi. Reglur, viðmið og markmið starfsins eru óljós og áherslur eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík eru frístundaheimilin undir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur en í öðrum bæjarfélögum tilheyra þau skólanum. Staða starfseminnar er ekki áberandi í samfélaginu og því er ekki ólíklegt að margir líti á þetta sem geymslu fyrir börnin eftir skóla. Þar sem börnin eyða stórum hluta vikunnar á frístundaheimilum skiptir máli að vel sé staðið að starfinu og það hafi ákveðna stefnu. Markmið rannsóknarinnar er að fá fram viðhorf forstöðumanna ásamt því að varpa ljósi á hvað er gott í starfinu og hvað þarf að bæta.
    Til þess að fá góða sýn inn í starfsemina og fá fram viðhorf forstöðumanna voru tekin fimm eigindleg viðtöl við forstöðumenn í nokkrum sveitarfélögum á Suðurlandi. Helstu niðurstöður eru að það er ákveðið starf í gangi og hvati forstöðumanna til að gera það enn betra kom skýrt fram. Helstu hindranir eru óhentugt húsnæði og starfsmannaekla sem erfitt er að yfirstíga svo hægt sé að ná frekari framförum í starfi. Það er margt sem þarf að bæta til þess að starf frístundaheimila geti orðið sem best með fjölbreyttu starfsfólki og húsnæði sem hentar starfinu svo eitthvað sé nefnt. Þörf er á fleiri rannsóknum á þessu efni og væri til dæmis fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr rannsókn sem þessari sem væri gerð á landsvísu.

Samþykkt: 
  • 15.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
%22Þetta gengur síðan alltaf, en þetta gæti gengið miklu betur%22 Viðhorf forstöðumanna til starfs á frístundaheimilum .pdf942.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_hg_srg.pdf46.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF