is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31650

Titill: 
 • Heklunál og þráður : leiðir til sköpunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í greinargerð þessari er hekl kynnt og kannað hvort það hafi verið kennt í textílmennt, með tilliti til sköpunar. Rannsóknarspurningarnar sem unnið var út frá eru: Heklunál og þráður, hvaða möguleika veita þau í skapandi námi í grunnskóla? Hefur hekl alltaf verið kennt í grunnskóla? Ætti að kenna hekl og þá hvernig?
  Í upphafi er saga hekls á Íslandi kynnt og fjallað um hvaða sess hekl hefur skipað í íslensku skólakerfi og í skyldunámi á grunnskólastigi. Í því samhengi er rætt hvernig nota má hekl til persónulegrar og listrænnar tjáningar.
  Þar sem sköpun er einn af sex grunnþáttum gildandi Aðalnámskrár er kannað hvernig hugtakið er skilgreint í Aðalnámskránni. Einnig er fjallað um kenningar fræðimanna, eins og Anna Craft og Anne Bamford, um sköpun í skólastarfi og kenningar Ken Robinson um verklega kennslu. Út frá þessum þáttum er reynt að greina af hverju sköpun og verkleg kennsla er mikilvæg í nútíma skólastarfi.
  Á grundvelli heimildarannsóknarinnar var unnið náms- og kennsluefni um hekl. Það er ætlað nemendum frá miðstigi til loka grunnskóla og á að gefa þeim tækifæri til að öðlast færni í að læra að hekla og hanna og skapa sjálfir það sem þá langar að hekla, með leiðsögn frá kennara. Náms- og kennsluefnið er á stafrænu formi þar sem kenndar eru grunnaðferðir hekls skref fyrir skref með texta, myndum og myndböndum. Kennt er hvernig hægt er að hanna og skapa sitt eigið skrímsli út frá grunnformunum.

 • Útdráttur er á ensku

  This article introduces the art of crocheting and explores whether or not it has been taught in Textile Education with regards to creative applications. The research questions that have been employed are: Crochet needle and thread, which opportunities do they enable in creative studies in primary education? Has crochet always been taught in elementary schools? Should crochet be part of the curriculum, and if so, in what way?
  To begin with, the history of crochet in Iceland is introduced and the role it has taken in the Icelandic curriculum, as well as in compulsory education in primary levels, is explored. In that capacity, it is discussed how crochet can be used for both personal and artistic expression.
  Since creativity is one of six basic pillars of the current National Curriculum, it has been taken into consideration how the concept is defined in the National Curriculum. Furthermore, this article will discuss certain theories of scholars, such as, Anna Craft and Anne Bamford, on creativity in the school system, and Ken Robinson‘s theories on practical teaching. An attempt is made, with regards to these components, to analtyse the reason why creativity and practical teaching is important in modern education.
  Digital learning materials on crochet were made based on this research. They are intended for students at the middle to final levels of compulsory education and should give them the opportunity to acquire the skills necessary to design and create their own crochet projects, with guidance from a teacher. The digital learning materials are in the form of an ebook, where the basic methods of crocheting are taught, step by
  step, with texts, pictures, and videos. They teach how one can design and create unique monsters from the basic forms.

Athugasemdir: 
 • Námsefni fylgir með í rafbókarformi, sjá netslóð. Titill verks: Skrímslahekl : lærðu að hekla út frá eigin hugmynd
Samþykkt: 
 • 15.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_UnaSærúnKarlsdóttir.pdf1.48 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf213.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF