is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31651

Titill: 
  • "Jafn spennandi en minni kvíði" : viðhorf kennara til þess að hafa leik- og grunnskóla undir sama þaki
  • Titill er á ensku „Equally exciting but less anxiety“ : teachers´ view on having kindergarten and primary school under the same roof
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þau þáttaskil, sem eiga sér stað þegar börn flytjast úr leikskóla í grunnskóla, marka tímamót í lífi hvers barns. Tilhlökkunin og eftirvæntingin er oft og tíðum áþreifanleg og reyna allir hlutaðeigandi aðilar að gera yfirfærsluna á milli skólastiga sem farsælasta. Til að svo megi verða er mikilvægt að byggja á fyrri reynslu og þekkingu nemenda og mynda samfellu í námi til þess að efla jákvætt viðhorf leikskólabarna til grunnskólans (Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir, 2011; Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna og bera saman viðhorf kennara í dreifbýli til þess að hafa leik- og grunnskóla undir sama þaki. Eru þá svör þeirra kennara, sem starfa þar sem skólastigin eru sitt á hvorum staðnum, borin saman við svör þeirra kennara sem starfa þar sem leik- og grunnskóli er undir sama þaki. Er þá sjónum beint sérstaklega að því hvernig samfella myndast við yfirfærslu barna úr leikskóla yfir í grunnskóla og hvaða kosti og galla kennarar telja að það hafi í för með sér að hafa skólastigin undir sama þaki. Fjallað er um rannsóknir, sem hafa verið gerðar á þessu sviði, og rýnt í lög og aðalnámskrár leik- og grunnskóla. Í rannsókninni er notast við blandaða aðferð þar sem gagnaöflun fer fram bæði með spurningakönnun og einstaklingsviðtölum. Spurningakönnun var send til tíu leik- og grunnskóla í dreifbýli þar sem skólastigin eru ekki í göngufæri hvort við annað og tíu leik- og grunnskóla í dreifbýli sem starfa undir sama þaki. Kennari elstu barna í leikskóla og kennari yngstu barna í grunnskóla voru beðnir um að svara könnuninni og svöruðu alls 31. Að auki voru tekin viðtöl við 16 kennara og voru viðmælendur í hópi þeirra sem svöruðu spurningakönnuninni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meirihluti þátttakenda er þeirrar skoðunar að þáttaskilin séu auðveldari fyrir börn þar sem skólastigin eru í sameiginlegu húsnæði. Vill meirihluti kennara hafa leik- og grunnskóla undir sama þaki til þess að stuðla að aukinni samfellu. Nýtist rannsókn þessi sem gagnlegt innlegg í stefnumótandi vinnu varðandi skipulag leik- og grunnskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The transition that takes place when children move from kindergarten to primary school marks a turning point in the lives of each child. The excitement and anticipation are often tangible and all parties involved try to make the transfer the most successful. In order to promote successful transiton, it is important to build on previous experience and knowledge of pupils and to form continutity in learning in order to enhance childrens positive attitude towards primary school (Anna Elísa Hreiðarsdóttir and Eygló Björnsdóttir, 2011; Jóhanna Einarsdóttir, 2007). The purpose of this research is to explore and compare the views of teachers in rural areas on having kindergarten and primary school under the same roof. The answers from teachers that work at different places are compared to the answers of teachers where the kindergarten and the primary school are under the same roof. It is then focused especially on what kind of continuity is formed in the transfer from kindergarten to primary school and what teachers think are the pros and cons of having the schools under the same roof. The studies that have been carried out in this field are discussed and the law and the main curriculum of kindergarten and primay schools are scanned. This study uses a mixed method where data collection takes place with both questionnaire and individual interviews. A questionnaire was sent to ten kindergartens and primary schools in rural areas, where the schools are not in walking distance of each other and ten kindergartens and primay schools in rural areas that are under the same roof. Teachers of the oldest children in kindergarten and teachers of the youngest children in primary schools were asked to answer the survey and 31 responded. In addition, interviews were conducted with sixteen teachers and interviewees where in the group of people who answered the questionnaire. The results of the study show that the majority of participants are of the opinion that the transition is easier for children where those two levels of education are in the same house and most participants want to have kindergarten and primary school under the same roof to support continuity between the school levels. This study can be applied as a useful contribution to strategic work regarding the structure of kindergarten and primary schools.

Samþykkt: 
  • 15.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vigdís Sigvaldadóttir M.Ed..pdf888.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf227.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF