is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31652

Titill: 
 • Innleiðingarskylda samkvæmt 7. gr. EES-samningsins. Ferli innleiðingarinnar og vandkvæði sem tengjast henni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samkvæmt 7. gr. EES-samningsins er samningsaðilum skylt að innleiða reglugerðir og tilskipanir í landsrétt, þegar þær hafa verið teknar upp í samninginn. Vanræksla á þessari skyldu getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Markmið ritgerðar þessarar er að fjalla um þessa innleiðingu og þann vanda sem tengist henni.
  Innleiðingarskylda 7. gr. EES-samningsins er gríðarlega mikilvæg til þess að stuðla að því að markmiðið um einsleita löggjöf á Evrópskt efnahagssvæðinu náist, þ.e. hjá aðildarríkjum ESB annars vegar og hjá þeim EFTA-ríkjum sem aðild eiga að EES-samningnum hins vegar. Innleiðing þessarar afleiddu löggjafar er verkefni sem stöðugt þarf að sinna til þess að ná markmiðum um að sömu reglur og samkeppnisskilyrði gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu á tilteknum sviðum, einkum þeim sem tengjast hinum svokallaða innri markaði ESB sem EFTA-ríkjunum er ætlað að fá aðild að gegnum EES-samninginn.
  Með innleiðingarskyldu 7. gr. EES-samningsins er leitast við að tryggja að reglur sem taka ber upp á EES svæðinu samkvæmt framangreindu fái stöðu í landsrétti EFTA-ríkjanna sem er sambærileg stöðu þeirra í landsrétti aðildarríkja ESB. Einstaklingar og lögaðilar í EFTA-ríkjunum eiga samkvæmt þessu að geta byggt réttindi og borið skyldur á grundvelli EES-samningsins, án þess að EFTA-ríkin taki á sig yfirþjóðlegu þætti ESB-réttar. Í innleiðingarskyldunni felst í raun að ákvarðanir Sameiginlegu EES-nefndarinnar, um að taka tiltekna afleidda löggjöf upp í EES-samninginn, verða þjóðréttarskuldbindingar sem EFTA-ríkin eru skuldbundin að þjóðarétti til að virða, gagnvart hvoru öðru og aðildarríkjum ESB , með því innleiða í landsrétt sinn viðkomandi löggjöf.
  Í ritgerð þessari verður fjallað um að frammistöðu íslenska ríkisins við þessa innleiðingu hefur verið ábótavant og virðist seinagangur vera meginvandamál íslenska ríkisins við að uppfylla innleiðingarskylduna. Þessi seinagangur ógnar augljóslega fyrrgreindu markmiði um einsleitni á EES-svæðinu í óvissu. Til að þessu markmiði verði náð og til að tryggja fullnægjandi framkvæmd EES-samningsins er mikilvægt að íslenska ríkið standi við umræddar skuldbindingar sínar.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um innleiðingarskyldu samkvæmt 7. gr. EES-samningsins, innleiðingarferli afleiddrar löggjafar í landsrétt þeirra EFTA-ríkja sem aðild eiga að EES-samningnum og helstu vandkvæði sem geta komið upp við innleiðinguna. Ritgerðin er þannig upp byggð að fjallað verður almennt um EES samstarfið í 2. kafla, um upptöku afleiddrar löggjafar og stjórnskipuleg vandamál í 3. kafla, um innleiðingu EES-gerða í 4. kafla og í 5. kafla verður þess freistað að bera kennsl á helstu vandkvæði sem geta komið upp við innleiðinguna.

Samþykkt: 
 • 15.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingimar Tómas Ragnarsson.pdf509.86 kBLokaður til...13.11.2030HeildartextiPDF
ingimar yfirlýsing.pdf1.37 MBLokaðurPDF